Foreldrablaðið - 01.11.1959, Síða 32

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Síða 32
Hins er ekki að dyljast, að æðimörg þeirra virðast á engan hátt geta þetta af sjálfsdáðum fyrst í stað. Þau eru full af eirðarleysi nútímans, skipta í sífellu um bækur án þess að hafa kynnt sér efni þeirra hið minnsta og halda alltaf að næsta bók kunni að vera skárri og meira spennandi, samt reynist hún aldrei geta orðið það og ekki heldur, þó að hún sé af hinni mestu reyfaragerð. Allt annað verður uppi á teningnum, þegar ég set þessum börnum fyrir að lesa ákveðna bók og segi þeim, að und- an því verði ekki komizt. Ef til vill gengur þeim erfiðlega fyrst í stað og hugurinn vill hvarfla, en smám saman færist allt í annað horf og sá verður vandinn mestur að þurfa að hætta, þeg- ar tíminn er úti. Þetta er mér sönnun þess ásamt mörgu öðru, að börn þurfa, og eiga kröfu til, leiðbeininga viðvíkj- andi bókalestri frá þeim, sem þroskaðri eru, engu síður en þau þurfa þeirra með á flestum sviðum öðrum. Það skýtur því æði skökku við að gera þau í þessu efni leiðbeinendur hinna eldri og láta þau segja til um það, hvernig bækur eigi að vera. Það fer ævinlega svo, þeg- ar fullorðnir menn ætla sér að ganga í barndóm, tala tæpitungu og stíga að því þeim finnst niður til bernskunnar, að úr verður hreinn óskapnaður. Hið andlausa þrugl flestra barna- og ungl- ingabóka nú til dags er um þetta glöggt, en hræðilegt vitni. Vegna þess, hve að- hald hefur verið lítið í þessum efnum og engar kröfur gerðar til umræddra bóka um bókmenntagildi, hafa hinir ungu lesendur orðið gersamlega varnar- lausir gegn hverjum blekbullara, sem freistar þess að auka tekjur sínar með því að semja eða þýða barnabækur, en um annan tilgang er sjaldnast að ræða hjá því fólki. Það er mál til komið, að þessum ósköpum linni. Ekki er til mikils mælzt, þó að farið sé fram á það við menn eins og Peter Grove, að þeir kynntu sér fyrst og fremst, hvernig á því stendur, að börn óska sér einkum þeirra bóka, sem hann segir þau gera. Kynntu sér aðstæður allar, hvað hörnin hafa verið vanin á að lesa og hvers vegna þau hafa vanizt á það. Gæti þá svo farið, að niðurstöður yrðu nokkuð aðrar en fljótfærnisleg ályktun þessa manns. Þessi aðferð væri að minnsta kosti vísindamönnum sam- boðnari en hin. Ekki held ég, að sá rithöfundur, sem skrifar fyrir þroskaða lesendur með næman listasmekk, þætti líklegur til góðra hluta, ef hann tæki að spyrjast fyrir um það hjá almenningi, hvað hann eigi að skrifa og hvernig hann eigi að gera það. Allir höfundar, sem nokkurs virði eru, skapa verk sín eftir eigin höfði, byggð á reynslu sinni og þekkingu. Margir eru þeir spámenn sinna þjóða, unnendur fólksins, sjáend- ur þess og leiðbeinendur. Höfundar barna- og unglingabóka hljóta að eiga sömu skyldum að gegna gagnvart les- endum sínum og jafnvel í enn ríkara mæli. Það væri mjög æskilegt, að þeir, sem ekki skilja þessi einföldu sannindi, væru ekki að fást við yfirborðslegar rannsóknir um þessi mál, skrifa um þær í blöð og þó allra sízt ættu þeir að skrifa bækur fyrir börn og unglinga. Sennilega ættu þeir að geta fundið hæfi- leikum sínum starfssvið annars staðar, éf þeir eru einhverjir. Að minnsta kosti er það vonandi. 30 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.