Landneminn - 01.12.1951, Qupperneq 17
A einfaldan og glöggan hátt
er eðli tjóðfclagsátnkanna útskýrt
í Þessarl grein —
Um hina almennu kteppu kapítalismans
Frá upphafi vega hafa orðið margar og miklar breyt-
ingar á skipan þjóðfélagsins. Maðurinn sjálfur er höf-
undur þess. Hann hefur verið að skapa það síðan hann
vék af þróunarbraut dýranna, — og hann mun halda
áfram að skapa það.
Venjulega er talað um fimm meginþróunarstig í sögu
mannkynsins. Fyrst frumkommúnismann, sem var
rkjandi með öllu fólki í mörg þúsund ár. Þá þrœla-
skipulagið, sem var stéttaþjóðfélag — hið fyrsta í
sögu mannkynsins. Næst kom lénsskipulagið, sem var
við líði um allar miðaldir. Svo kom auðvaldsskipulagið,
kapitalisminn, sem enn er ríkjandi í miklum hluta
heirns sem kunnugt er. Hið fimmta er sósíalistiska
þjóðskipulagið — og er þar stéttlaust þjóðskipulag aft-
ur komið til sögunnar.
Undirrót þess, að eitt form þjóðskipulagsins byggir
annað út, er að framleiðsluöflin þ. e. maðurinn sjálf-
ur, framleiðslutækin, tæknin og skipulagningin þróast
í sífellu. Þegar svo er komið, að þau samsvara ekki
ríkjandi formi þjóðfélagsins, þá tekur nýtt form við.
Með iðnaðarbyltingunni í Englandi á árunum 1770
— 1830 nær kapitalisminn yfirtökunum þar í landi og
svo í hverju landinu á fætur öðru. Á síðari hlula síð-
ustu aldar verður kapitalisminn ríkjandi skipulag um
víða veröld.
Eftir því sem liinum voldugustu af kajjitalistiskp
ríkjunum óx fiskur um hrygg — eftir því harðnaði sam-
keppnin þeirra í milli — imperialisminn kemur fram
á sjónarsviðið.
Hvað er imperialismi?
Imperialisminn er það stig í þróun kapitalismans þar
sem einokunarauðvaldið, stórkostlegar auðsamsteypur
og auðhringar ráða lögum og lofum í atvinnu- og fjár-
málalífi hinna kapitalistisku þjóða. En jafnframt því
að tákna þetta sérstaka ástand hins kapitalistiska þjóð-
skipulags þá er imperialisminn einnig sérstök nólitisk
Eftir HAUK HELGASON
stefna auðvaldsríkjanna, sem sé baráttan um heimsyf-
irráðin, barátta auðvaldsríkjanna fyrir að halda ný-
lendum sínum og áhrifasvæðum undir oki sínu.
Vorið 1916 ritaði Lenin bók sína um imperialismann.
í þessari bók sýndi hann fram á, að með imperialisman-
um væri hástigi auðvaldsþróunarinnar náð, hann lýsti
imperialismanum sem dauðamarki kapitalismans og
færði jafnframt rök að því, að tímabil hans væri undir-
búningsskeið verkalýðsbyllingarinnar. Auðsamsteyp-
urnar og auðhringarnir myndu arðræna í ríkari mæli
en áður og í sívaxandi mæli. Að sarna skapi myndi
byltingarhugur verkalýðsins magnast um heim allan.
Kröfur nýlenduþjóðanna og annarra undirokaðra
þjóða um frelsi og sjálfstæði yrðu æ háværari. Allar
innri mótsagnir kapitalismans yrðu harðsnúnari.
Lenin sýndi fram á í bók sinni að af baráttunni um
markaði fyrir framleiðsluvörur og útflutningsauðmagn,
baráttunni um nýlendur og hráefnasvæði hlyti að leiða
stórveldastyrjaldir, sem háðar yrðu á nokkurra ára
fresti með það fyrir augum að skipta nýlendunum og
áhifasvæðunum upp á nýjan leik.
Heimsstyrjöldin 1914.—18 var einmitt slík imp-
erialistisk styrjöld. Hún var bein afleiðing þess, að
heiminum hafði þegar verið skipt upp undir hand-
leiðslu fárra imperialistiskra ríkja (t. d. Bretlands og
Frakklands), en önnur imperialistisk ríki ( t. d.
Þýzkaland) þóttust afskipt, — vildu meiri nýlendur,
meiri áhrifasvæði.
Hin almenna kreppa kapitalismans — kreppa sjálfs
kapitalistiska þjóðskipulagsins — hófst með þessari
styrjöld.
Aðaleinkenni hinnar almennu kreppu er að kapital-
isminn er ekki lengur hið eina og altæka þjóðskipulag,
heldur hefur þjóðfélagskerfi sósíalismans komið til
sögunnar. Með byltingu bolsjevika í Rússlandi haust-
ið 1917 brutust þjóðir á einum sjötta hluta veraldarinn-
LANDNEMINN 111