Landneminn - 01.12.1951, Síða 24

Landneminn - 01.12.1951, Síða 24
Alþýóuhernum íagnað. Tréskurðarmynd eftir Tsjá Ye. „Vökumaður, hvað líður Eítir James Endicott dómprófast nóttinni?“ ( NiSurlag.) Ég staðhæfi: Kristin kirkja getur tekið höndum sam- an við þessa ríkisstjórn um framkvæmd þeirra mála, er hún ber fyrir brjósti, án þess að fórna nokkrum grund- vallaratriðum kristinnar trúar. Mér dettur ekki í hug að leggja hendur í skaut og segja: „Ég get ekki unnið með þér, af því að þú ert yfirlýstur kommúnisti.“ Að minnsta kosti get ég það ekki á neinum kristnum forsendum. Það þyrftu þá að vera einhverjar aðrar forsendur. Þér munið hvað lærisveinar Krists sögðu á sínum tíma: „Vér heyrðum mann prédika í þínu nafni, og vér bönnuðum honum það, þar sem hann er ekki í okk- ar hópi.“ Og Jesús sagði, „Bannið það engum, því að sá sem ekki er á móti mér, hann er með mér.“ Og ef Krist- ur er hinn sami og hann var á dögum holdsvistar sinn- ar, en því geri ég ráð fyrir að þér trúið öll, og að hann sé hinn sami í gær, í dag og um aldir, þá lætur hann sig líka miklu skipta þá hluti, sem ég hef gert hér að umræðuefni. Miskunnsami Samverjinn. Vér megum ekki gleyma sögunni um miskunnsama Samverjann, eða hvað finnst yður? Og það var Jesús sjálfur, sem sagði hana, og lýsti öllu af aðdáunarlegri nákvæmni. Hann sagði frá manni, sem átti leið frá Jerúsalem til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. sem skildu við hann nær dauða en lífi, og þá gerðist þessi undursamlegi atburður. Tveir þjónar Guðs, hvor eftir annan fóru þarna fram hjá, án þess að hafast nokkuð að honum til bjargar. Svo kom maður, sem ekki var rétttrúaður — Samverji, sem játaði guðlastanlega trú, að dómi rétttrúaðra manna á þeim dögum. Og hann kom til mannsins og sá eymd hans og hrærðist til með- aumkvunar. Hann steig af eik sínum, hlúði að sárum mannsins og setti hann á bak, því að hann sá að hann þarfnaðist frekari hjálpar. Svo fór hann með hann til gistihúss og borgaði þar fyrir þjónustu við hann. En morguninn eftir var særði maðurinn enn ekki orðinn sjálfbjarga. Svo að Samverjinn greiddi þá fé handa honum fyrir fram og sagði: „Sé enn fjárvant, þá skal ég greiða það, er ég kem til baka. Veitið hjúkrun manni þessum.“ Getið þér hugsað yður Jesús «vo mælandi: „Hvað 118 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.