Landneminn - 01.12.1951, Side 46
„How much?“
Rœða ílutt á fundi Sósíalistaflokksins
i Listamannaskálanum
2. desember 1951.
Ég heyrði nýlega eftirtektarverða
sögu.
Það var einn laugardag í fyrravet-
ur, að bílstjóri nokkur fékk pöntun
að koma og taka farþega í tilteknu
húsi hér í bænum. Þetta reyndist vera
einn farþegi, ung stúlka, 16—17 ára
gömul; hún var klædd í skíðabún-
ing, og hafði skíðin um öxl, kvaddi
foreldra sína á tröppunum með inni-
legum kossi, sem sé fyrirmyndar
dóttir, og kom útí bílinn.
Bílstjórinn ók eftir tilvísun stúlk-
unnar að öðru húsi, tók þar annan
farþega, aðra skíðabúna stúlku sem
kvaddi foreldra sína með kossi á
tröppunum, aðra fyrirmyndar dótt-
ur. Síðan var farið að þriðia hús-
inu og þangað sótt þriðja stúlkan. í
bílinn voru sem sé komnar þrjár
fyrirmyndar dætur foreldra sinna,
útbúnar með allt sem til þurfti að
njóta fjallaloftsins við hollar íþrótt-
ir yfir helgina. Bílstjórinn átti von
á að næst yrði sér falið að aka nið-
ur í bæinn, þangað sem áætlunar-
bílar mundu líklega bíða þess að
flytja þær vinkonurnar í hópi skóla-
systkyna sinna eða á vegum einhvers
æskulýðsfélags uppá Hellishe''ði. En
það þurfti að koma við á enn ein-
um stað uppi í bænum. Og á þess-
um stað beið enginn nýr farþegi eftir
bílnum, heldur fóru nú þeir for-
þegar, sem fyrir voru, stúlkurnar
þrjár, út úr bílnum og inn í húsið
— og tóku með sér skíðin. Eftir
nokkra stund komu þær svo sftur,
og höfðu í millitíðinni haft fata-
skipti, skilið skíðabúningana eftir
inni í húsinu, en voru í staðinn
klæddar einsog til að fara á ball.
Þær flýttu sér inní hílinn. fengu
sér sæti og gáfu bílstjóranum stutta
en ákveðna skipun:
„Suðrá Keflavíkurflugvöll.1'
Bílstjóranum þóttu að vonum
grunsamleg nokkuð þessi snöggn um-
skipti frá skíðaferð uppá Ijöll í
greinilegt samkvæmisferðalag suður
með sjó, en hann hugsaði sem svo
að einkamál þessara farþega einsog
annara væru sér óviðkomandi, og
ók suður.
Þau komu á flugvöllinn í m'Tkri.
Bílstjórinn stanzaði á tilteknur.i
stað eftir öruggri tilvísur. stúlkn-
anna Þær fóru úr bílnum, báðu h.'tnn
að hinkra svolítið við, og hurfu útí
myrkrið. Eftir fáein augnablik birt-
ist dökkt og skuggalegt og ófrítl and-
lit við gluggann hjá bílstjóranrm;
þetta var auðsæilega roskinn maður,
og hann spurði dimmum rómi:
„How much?“
Bílstjórinn reiknaði út hvað ferðin
hingað suðreftir hefði kostað; Am-
eríkaninn borgaði, og hvarf síðan útí
myrkrið aftur. — Bílstjórinn ók í
bæinn, — og er þá þessi saga ekki
lengri.
En því er ég að segja ykkur hana?
Til þess liggja aðallega tvær á-
stæður.
Hin fyrri er sú, að mér virðist þessi
saga mjög svo táknræn um það á-
stand sem ríkjandi er milli eldri kyn-
slóðarinnar og þeirrar yngri hér í
höfuðstaðnum. Því að sannleikurinn
er sá, að eldri kynslóðin hefur litla
sem enga hugmynd um það, hvernig
sú yngri ver tómstundum sínum.
(Mest kveður þó auðvitað að þessu
varðandi unglinga á hinum mikla
þroskaaldri frá fermingu til tvítugs).
Ótrúlega mikill fjöldi foreldza er
alls óvitandi um gerðir barna sinna,
þegar þau hafa lokað á eftir sér dyr-
um heimilisins, og eru gengin útí
kvöldið. Og séu börnin spurð, þá er
hægurinn fyrir þau að segja eitthvað
allt annað en sannleikann, gömlu
hjónin grunar hvort sem erekki neitt,
auk þess sem eftirgrennslanir mundu
varla bera mikinn árangur einsog
öllu er nú orðið háttað hér í borg-
inni. Þessi vísindi heita á máli
Reykjavíkurunglinga: að plata sveita
manninn. Yngri kynslóðin leikur
það einsog henni sýnist að blekkja
eldri kynslóðina, plata sveitamann-
inn. Og sveitamaðurinn heldur áfram
að láta plata sig. — Ég segi ekki,
að fyrirbæri þetta sé alveg nýtt í
sögu Reykjavíkur. Það gat sosum
komið fyrir á gamla daga líka, að
sveitamaðurinn væri plataður. Til
dæmis skal það fúslega viðurkennt
um sjálfan mig, að ég gekk í bófafé-
lag hér vestrá Sólvöllunum eitt sinn
fyrir tæpum tuttugu árum, auðvitað
án vitundar þeirra sem vildu halda
mér á vegi dyggðarinnar. Mark-
mið félagsins var að brjótast inní
sælgætissöluna á íþróttavellini’m og
tryggja þannig meðlimum sínum
140 LANDNEMINN