Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 37

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 37
GUÐMUNDUR KAMBAN 17 vera. Því lögin deila mönnum hegn- inguna áður en þau vita orsök glæpsins, sem í insta eðli sínu er ávalt ný.” Vér Morðingjar, er nú ritað með- al annars til að sýna fram á, hve rangt það sé að dæma manninn eftir glæp hans. Verkfræðingurinn er ekki fremur “glæpamaður” en þú og eg, þótt hann hafi hent það slys að verða konu sinni að bana. Hann hefir unnið glæp, en hver á sökina? Sjaldan veldur einn þá er tveir deila, og svo er um þessi hjón. Á þeim sannast alt of átak- anlega orð Wilde’s: “And all men kill the thing they love”. Þetta liefði vel getað verið einkunnarorð leiksins, og hér komið að því, sem skilur Marmor og Vi Mordere, því þar sem hinn fyrnefndi leikur er fi'amar öllu öðru vitsmunaleg gagn- rýning á þjóðfélaginu, þá er Vi Mordere fyrst og fremst hjónabands drama, sálfræðilég lýsing á afbrýð- issemi mannsins og siðferðislegri léttúð konunnar. Ritið sameinar vitsmunaskerpuna í Marmor og á- stríðumagn æskuritanna, en bygg- ing þess er hin rammlegasta eftir Ibsenskri og Strindbergskri fyrir- niynd, ekkert sýnist of eða van, og persónurnar sýnast jafnskarplega dregnar og sálrýnin er djúpsæ. Harmleikurinn á rætur sínar í skaplyndismun lijónanna. Þau eru eilíflega dæmd til þess að farast á mis. Hann með stranga, en snauða sannleiksást, og litlar kröf- ur til lífsþæginda, hún uppalin í allsnægtum, ávalt óánægð, og það sem verst er: ekki vönd að meðöl- Ulu, ef hún þarf að láta eitthvað eftir sér, og því full af vífillengjum og lygi. Þrátt fyrir alt unnast þau, mjög, en þegar grunur mannsins er einu sinni vakinn, getur konan ekki annað en styrkt hann með undanbrögðum sínum. Þannig kvelja þau hvort annað: Hann flýr, hún sækir á, unz hann í augnabliks bræði og öi-væntingu slær hana banahöggi. Auðvitað dæma lögin manninn sekan, en áhorfendur leiksins geta ekki unað þeim dómi, miklu fremur hljóta þeir að dæma konuna, — þótt skilningur sá, er leikritið veit- ir manni á henni, sé á hinn bóginn langdrægur til að sýkna hana líka. En hún hefir verið dæmd sek. — Þegar leikurinn gekk í Osló, benti Ornulf Ree (í Nordisk Tidskrift för Vetenskap, konst och industri, 1921) á það, að þungamiðja leiks- ins og hið frumlega tillag hans til norrænna bókmenta væri það, að í honum væri óvægin sannleiksást sett í öndvegi í stað vorkunsemi og umburðarlyndis með herskara af hálfvolgum borgaralegum dygðum í eftirdragi. Hann lítur á leikinn sem boðbera nýrrar stefnu í sið- ferðismálum, sem enn á ný marki greinilega á skjöld sinn mismun góðs og ills. Eg er ekki viss um að Ree hafi rétt fyrir sér í þessu. Kamban hafði setið “liinumegin við gott og ilt” þegar hann orti æskuverk sín, og mér virðist afstaða hans svipuð t. d. í De Arabiske Telte. Og eins og áður er sagt, má líta svo á, að leikurinn skýri en dæmi ekki. Þó getur enginn vafi verið á hvoru megin samúð Kambans sjálfs er, hann hatar lýgina. En hvernig sem á þetta er litið,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.