Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 43

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 43
GUÐMUNDUR KAMBAN 23 Aftur á móti er leikritið í sterk- ari tengslum við ádeiluritin frá New York tímabilinu, heldur en hin tvö Hafnarritin, þar sem ádeilan er niilduð af danskri “Gemytlighed” og íslenzkri hófsemi. En ádeila Sendaherrans beinist ekki fyrst og fremst að þjóðfélaginu, eins og ádeila New York ritanna, heldur að manninum, hinni vestrænu manntegund einkum. Séra Haraldur Níelsson lét svo um mælt í blaðagrein, að leikritið væri óslitinn fagnaðarboðskapur hreinskilninnar og má það til sanns vegar færa. Sendiherrann undrast nijög á óhreinskilni jarðarbúa, tví- skinnunginum í hugsunarhætti þeirra og siðferði. Hann leggur sama kvarða á hæstaréttardómarann og böðulinn (sbr. Marmor). Boðorð ástar hans er: ávalt að gefa, aldrei að æskja neins (sbr. ást Sigþrúðar í De Arabiske Telte), og auðvitað skilur hann ekkert í því siðferði jarðarbúa. er krefur þess að menn séu í hjónabandi, en leyfir það sem sjálfsagðan hlut að halda fram hjá makanum. Og þegar hann þar á ofan er algerður friðarpostuli, harðsnúinn and-kapítalisti og al- heimsborgari og — það sem verra er — leyfir sér að gagnrýna það, sem einna helzt er virt á vorum dögum — vísindin veana vfsind- anna, og hina einhliða ræktun hugsunarinnar á kostnað hugar- farsins og hjartans — þá er ekki að furða þótt vinsældir hans verði ktlar. Þrátt fyrir það blessar hann jörðin og mennina, er hann liefir fundið umrenning, afhrak, sem fundið hefir lífsgleðina með því D^óti að lifa ávalt eftir samvizku sinni, þrátt fyrir boð og bann þjóð- félagsins. Saga lUmrenningsins er glæpasaga Roberts í Marmor og fangelsisferill Ragnars Finnssonar — en munurinn á meðferð er geysimikill. Umrenningurinn er eins og skuggi hjá þessum tveim, og það þótt honum sé ætlað að hafa náð fullkomnun, sem hvorugur hinna náði, fullkomnun hinnar hlutlausu fyrirstöðu. En á því getur enginn vafi leik- ið, að höfundur hefir með umrenn- ingnum viljað benda á þá tegund rnanna, er vænlegastir þykja til forustu á hinni örðugu leið mann- kynsins til fullkomnunar. Þetta er manntegund sú, sem Gandhi er frægastur fyrir nú á dögum. Með tilsyrk hinna oft og tíðum beisk- yrtu umbótamanna og gagnrýn- enda (Kaldraninn) eiga þeir eftir að leggja undir sig heiminn með mildi sinni og skapfestu. Er eftir- tektarvert, að í útvarpsræðu sem Kamban hélt í Höfn, um sérkenni íslenzkrar menningar, 1926 (prent- uð í Verði 27. marz 1926), telur hann “mildi hjartans og festu lund- arinnar” aðal-mark íslenzkrar menningar, og bætir við: “Sá mað- ur hecir aldrei lifað, senr hefir get- að baldið áfram að vera sjónarmið nrildinnar með öðru en því að varð- veita sína föstu lund. Ekki Búddlra né Jesús, né Seneca né Tolstoj né Krcpotkin né Gandhi. Hrotta- skapurinn er veikleiki. Og það eru ein af hinunr skelfilegu áhrifum ófriðarins, að sá hinn nrjúki rrrátt- ur, sem nefndur er rrrildi, er nú rægður úr öllunr áttunr. Ekki sízt af konum.” — í svipuðunr anda eru og athugasemdir Kanrbans í grein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.