Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 43
GUÐMUNDUR KAMBAN
23
Aftur á móti er leikritið í sterk-
ari tengslum við ádeiluritin frá New
York tímabilinu, heldur en hin tvö
Hafnarritin, þar sem ádeilan er
niilduð af danskri “Gemytlighed”
og íslenzkri hófsemi. En ádeila
Sendaherrans beinist ekki fyrst og
fremst að þjóðfélaginu, eins og
ádeila New York ritanna, heldur
að manninum, hinni vestrænu
manntegund einkum.
Séra Haraldur Níelsson lét svo
um mælt í blaðagrein, að leikritið
væri óslitinn fagnaðarboðskapur
hreinskilninnar og má það til sanns
vegar færa. Sendiherrann undrast
nijög á óhreinskilni jarðarbúa, tví-
skinnunginum í hugsunarhætti
þeirra og siðferði. Hann leggur sama
kvarða á hæstaréttardómarann
og böðulinn (sbr. Marmor). Boðorð
ástar hans er: ávalt að gefa, aldrei
að æskja neins (sbr. ást Sigþrúðar
í De Arabiske Telte), og auðvitað
skilur hann ekkert í því siðferði
jarðarbúa. er krefur þess að menn
séu í hjónabandi, en leyfir það
sem sjálfsagðan hlut að halda fram
hjá makanum. Og þegar hann þar
á ofan er algerður friðarpostuli,
harðsnúinn and-kapítalisti og al-
heimsborgari og — það sem verra
er — leyfir sér að gagnrýna það,
sem einna helzt er virt á vorum
dögum — vísindin veana vfsind-
anna, og hina einhliða ræktun
hugsunarinnar á kostnað hugar-
farsins og hjartans — þá er ekki
að furða þótt vinsældir hans verði
ktlar. Þrátt fyrir það blessar hann
jörðin og mennina, er hann liefir
fundið umrenning, afhrak, sem
fundið hefir lífsgleðina með því
D^óti að lifa ávalt eftir samvizku
sinni, þrátt fyrir boð og bann þjóð-
félagsins. Saga lUmrenningsins er
glæpasaga Roberts í Marmor og
fangelsisferill Ragnars Finnssonar
— en munurinn á meðferð er
geysimikill. Umrenningurinn er eins
og skuggi hjá þessum tveim, og það
þótt honum sé ætlað að hafa náð
fullkomnun, sem hvorugur hinna
náði, fullkomnun hinnar hlutlausu
fyrirstöðu.
En á því getur enginn vafi leik-
ið, að höfundur hefir með umrenn-
ingnum viljað benda á þá tegund
rnanna, er vænlegastir þykja til
forustu á hinni örðugu leið mann-
kynsins til fullkomnunar. Þetta er
manntegund sú, sem Gandhi er
frægastur fyrir nú á dögum. Með
tilsyrk hinna oft og tíðum beisk-
yrtu umbótamanna og gagnrýn-
enda (Kaldraninn) eiga þeir eftir
að leggja undir sig heiminn með
mildi sinni og skapfestu. Er eftir-
tektarvert, að í útvarpsræðu sem
Kamban hélt í Höfn, um sérkenni
íslenzkrar menningar, 1926 (prent-
uð í Verði 27. marz 1926), telur
hann “mildi hjartans og festu lund-
arinnar” aðal-mark íslenzkrar
menningar, og bætir við: “Sá mað-
ur hecir aldrei lifað, senr hefir get-
að baldið áfram að vera sjónarmið
nrildinnar með öðru en því að varð-
veita sína föstu lund. Ekki Búddlra
né Jesús, né Seneca né Tolstoj
né Krcpotkin né Gandhi. Hrotta-
skapurinn er veikleiki. Og það eru
ein af hinunr skelfilegu áhrifum
ófriðarins, að sá hinn nrjúki rrrátt-
ur, sem nefndur er rrrildi, er nú
rægður úr öllunr áttunr. Ekki sízt
af konum.” — í svipuðunr anda eru
og athugasemdir Kanrbans í grein-