Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 45
GUÐMUNDUR KAMBAN
25
nokkrar tímaritsgreinir,*), eitt
(gamalt?) kvæði**) og fáein brot
úr sagnabálki þeim, er hann hefir
í smíðum. En það er saga Skál-
holts, og þá fyrst og fremst saga
þeirra Ragnheiðar Brynjólfsdóttur
og Daða Halldórssonar. Leggur
Kamban fram frumdrætti þeirrar
sögu eins og liann skilur hana í
ágætri grein í Skírni (1929: 36—
83), en birtir brot úr sögunni: Á
Alþingi 1631 og Hallgrímur Péturs-
son járnsmiður í Iðunni (1930: 1—
32; 209—243).
En það er ekki fyr en 1930 að
út kemur fyrsta bindi Skálholts:
Jómfrú Ragnheiður, annað bindi:
Mala domestica kemur ári síðar.
Er í þessum tveim fyrstu bindum
saga Ragnheiðar Brynjólfsdóttur
öll.
Sú saga hefir eins og kunnugt
er, átt miklum vinsældum að
fagna, eiai aðeins meðal almenn-
ings. heldur og hjá skáldunum:
Torfliildur Hólm skrifar Brynjólf
biskup og Þorsteinn Erlingsson yrk-
ir Eiðinn út af henni.
Kamban líkir henni, og það ekki
ósynju, við ástarsögu þeirra Abel-
*) Oscar Wilde, Iðunn 1929: 193-228,
snildarlega samin grein.
Leikhús Isiands, Lesbók Mbl., 14., 25.,
28. júlí 1929, um fyrirkomulag hins
ný.ia leikhúss og nauðsyn þess að ráða
því góða starfskrafta, einkum leikstjóra
os; framsagnarmeistara — auðvitað gat
Kamban e'nn komið til mála.
Keyk.jai'ikurstúlkan, Eimreiðin 1929:
2i 5-232,um framtíðarhlutverk hennar sem
siðfáerandi afls í þjóðfélaglnu, samkvæmt
alþjóðlegri tízku. Er greinin í beinu
framhaldi af fyrstu grein Kambans (um
ættarnöfnin), og sýnir hve fastheldur
hann hefir verið á skoðanir og braut
hans bein.
**) Vikivaki, Lesb. Mbl. 26. ág. 1928,
út af hinni frægu sögu ‘‘Nú er sólskin
og sunnanvindur og Sörli ríður í garð.”
ards og Heloise, sem einna frægust
hefir orðið. Og ekki verður annað
sagt en að sú mynd, sem Kamban
gefur af Ragnheiði sé fullkomlega
samboðin þessari frægu sögu. Lyk-
ilinn -að lundarfari Ragnlieiðar
finnur Kamban í skilningi sínum
á eiðtökunni. Strax í samtíð Ragn-
heiðar var litið svo á, að hún hefði
svarið rangan eið, og þessari al-
mennu skoðun fylgir Torfhíldur
Hólm. Hvernig Þorsteinn Erlings-
son liefir litið á málið er mér ekki
Ijóst. Kamban sannar af heimild-
um að hún ól barnið réttum með-
göngutíma eftir eiðtökuna. Og
hann ræður af því að hún hafi sjálf
gefið sig Daða í trássi við föður
sinn til hefnda fyrir hina opinberu
smán, sem eiðtakan bakaði henni.
Ragnheiður verður þannig í með-
ferð Kambans sterk og stríðlynd,
í ætt við þær Hrafnhildi og Heklu,
og verðug dóttir föður síns, hins
stolta og stríðlynda biskups. Sag-
an er fyrst og fremst um átök þess-
ara tveggja sterku vilja, og Kamb-
an lætur Ragnheiði ekki bogna,
heldur bi*otna. Af lundarfari Ragn-
heiðar leiðir það að Daði verður
nokkuð afskifta í sögunni, og meir
en Kamban vildi vera láta.*) Hann
verður að dansa eftir pípu Ragn-
heiðar. Aftur á móti er Helga í
Bræðratungu jafnoki þeirra bisk-
upsfeðgina í skörungsskap og
rausn, og lýsir Kamban þeim þrem
af mikilli snild. Eru að vísu marg-
ar fleiri góðar mannlýsingar í bók-
inni, eins og t. d. lýsingin á sr. Sig-
urði og baráttu hans við freisting-
*) Sbr. Skírnisgreinina, og gagnrýni
Sigurðar Einarssonar í Iðunni 1930 (þrjár
bækur).