Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 71

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 71
JÓN SKÁLD ÞORLÁKSSON 51 Jóns á kvæðum Norðmannsins Christian Tullins (1728—1765), er um þær mundir voru í hávegum höfð víða um Norðurlönd. Að því er næst verður komist, þýddi séra Jón, að áeggjan Olavíusar, ýms kvæði Tullins, meðal þeirra hinn marglofaða “Sjötta Maídag”, og komu þýðingar þessar út í Hrapps- ey 1774; hafa þær orðið vinsælar því að aukin útgáfa var prentuð níu árum síðar. Þó nokkuð séu þær dönskuskotnar, eru þýðingar þess- ar miklu merkastar alls, er skáldið reit á þessu 15 ára tímabili (1773 -—1788), sem hann dvaldi sunn- aníands. Einkum er þýðingin á “Sæförinni”, undir hrynhendum hætti, með snildarbragði; þar dreg- Ur séra Jón víða arnsúg í vængina og leikur sér að dýrum bragarhætt- inum; hér eru “málkyngi og mynda- gnótt”. Gott dæmi þess er þetta erindi: “Stórmektugur í engli og ormi einn þú vottast sami Drottinn! alt eins gildir veraldar-veldi °g vetrarlauf í þínum metum; ólgu stillir stoltrar hylgju, stornmr hvín að boði þínu; geislar þínir gylla krónu, gylfa fellir stól að velli.” Prumltveðin kvæði skáldsins frá Þessum árum, nokkur tækisfæris- kvæði, sálmar og lausavísur, eru fiest næsta rýr að skáldgildi. At- úyglisverðust eru þessi þrjú: “Túll- ius minning”, “Titlings minning”, °g “Grafskrift”, ort síðustu nótt höfundar á Suðurlandi (5. nóv. 1788). Er ástæða til að víkja aft- Ur að nefndum kvæðum síðar. Frjósamasta og langmerkasta tímabilið á bókmentaferli séra Jóns hefst að segja má með komu hans að Bægisá í jólaföstubyrjun 1788. Fæsta, sem sáu hann flytja þangað í fátækt sinni, mun hafa grunað að þar héldi konungur í ríki and- ans innreið sína. Lét séra Jón nú skarnt stórra högga á milli í rit- störfunum. Árið eftir að hann flutt- ist að Bægisá, byrjaði hann að þýða “Tilraun um manninn”, og lauk við hana 1796. Jafnhliða vann hann að þýðingunni á “Paradísar- missi”, en það verk hóf hann 1791 og var því lokið 1805. Eigi lét hann þar staðar numið, sem vel hefði mátt ætla, þar sem hann var sextugur orðinn, og svo farinn að heilsu að hann þurfti að fá aðstoð- arprest árið 1803. En hvorugt dró úr atorku hans við bókmentaleg stói*virki. Að loknum “Paradísar- missi”, sneri hann á íslenzku fyrstu bókinni úr söguljóðum danska skáldsins J. M. Hertz: “Frelsun ísraels”, en hvarf frá því verki og k’aus heldur að eyða elliárum sín- um til þess, að færa í íslenzkan búning liina stórfeldu “Messíasar- kviðu” IGopstocks, og lauk hann því verki skömmu fyrir dauða sinn. Séra Jón gekk því sannar- lega ekki á hólm við nein smámenni í þýðingum sínum, enda hafa af- rek hans á því sviði'vakið aðdáun erlendra og innlendra. Er full ástæða til að ætla, að þessi umfangsmiklu þýðinga-afrek séra Jóns, að viðbættum embættis- störfum og heimilisönnum, hefðu reynst honum ærið þungur baggi. En þrek hans og andans frjósemi þrutu seint. Hann liafði ennþá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.