Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 54
DR. STEFÁN EINARSSON: Útverðir norræns anda og norrænna fræða í Austurvegi Eitt af því sem hætt er við að greini Vestur-íslendinga frá löndum þeirra austan hafs er það, að flestir þeirra munu ekki skilja neitt Norð- urlandamál, annað en íslenzku. Að vísu er þetta munur sem virðist eiga fyrir sér að fara minnkandi, því að það færist nú mjög í vöxt heima á íslandi, að menn trassi að læra dönsku, norsku eða sænsku, en láti sér nægja enskuna eina. Þegar ég var að alast upp heima á íslandi, var það fátítt að Danir, þótt þeir dveldu langdvölum á landinu, lærðu nokkuð í málinu, og var það meðal annars af því, að hvar sem þeir komu gátu þeir notað sína eigin tungu og kom- ust aldrei að með það að tala mál landsins. En þegar ég var heima í fyrra (sumarið 1951), hlustaði ég á danskan fræðimann, Martin Larsen, halda fyrirlestra í útvarpið, og þótt framburður hans bæri enn danskan keim, þá talaði hann að öðru leyti lýtalausa og góða íslenzku. Mér þótti þetta undarlegt fyrirbrigði og spurði manninn, hvernig á því stæði, en hann kvað ástæðuna vera þá meðal annars, að nú væri það miklu fátíðara en áður að fólk skildi og talaði dönsku. En ég get í þessu sam- bandi getið þess, að eini útlending- urinn, sem ég hitti heima og heyrði tala íslenzku svo að ekki heyrðist neitt á mæli hans var Peter Hallberg, ungur sænskur háskólakennari frá Gautaborg. Tómas Jóhannsson frá Lundi talaði hana líka, en ekki eins vel enn sem komið var. Raunar ætlaði ég hvorki að tala sérstaklega um útlendinga, sem ís- lenzku tala, né íslendinga báðum megin hafs, sem skilja ekki neitt Norðurlandamál, þótt þess væri kannske full þörf. Við íslendingar erum Norðmenn að uppruna og höfum um allan okkar aldur haft menningarsamband við Norðurlönd. Þegar við slítum þessu sambandi með því að hætta að lesa önnur Norðurlandamál og bókmenntir, þá erum við að nokkru leyti undir sörnu örlög seldir og köngulóin í æfintýri Jóhannesar Jörgensens, sem klippti á þráð, er hún hafði sigið á ofan úr tré, en felldi um leið niður allan vefinn sinn af því að hún hafði steingleymt til hvers þessi þráður var. Það er því trúa mín, að íslenzki prófessorinn í Winnipeg gæti gert margt óþarfara — ef hann hefði tíma til — en að leiðbeina mönnum um nám einhvers Norðurlandamáls eða um lestur bókmennta þess. En svo að ég komist einhverntíma að efninu, þá var það ætlun mín að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.