Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 54
DR. STEFÁN EINARSSON:
Útverðir norræns anda og
norrænna fræða í Austurvegi
Eitt af því sem hætt er við að
greini Vestur-íslendinga frá löndum
þeirra austan hafs er það, að flestir
þeirra munu ekki skilja neitt Norð-
urlandamál, annað en íslenzku. Að
vísu er þetta munur sem virðist eiga
fyrir sér að fara minnkandi, því að
það færist nú mjög í vöxt heima á
íslandi, að menn trassi að læra
dönsku, norsku eða sænsku, en láti
sér nægja enskuna eina. Þegar ég
var að alast upp heima á íslandi, var
það fátítt að Danir, þótt þeir dveldu
langdvölum á landinu, lærðu nokkuð
í málinu, og var það meðal annars
af því, að hvar sem þeir komu gátu
þeir notað sína eigin tungu og kom-
ust aldrei að með það að tala mál
landsins. En þegar ég var heima í
fyrra (sumarið 1951), hlustaði ég á
danskan fræðimann, Martin Larsen,
halda fyrirlestra í útvarpið, og þótt
framburður hans bæri enn danskan
keim, þá talaði hann að öðru leyti
lýtalausa og góða íslenzku. Mér
þótti þetta undarlegt fyrirbrigði og
spurði manninn, hvernig á því stæði,
en hann kvað ástæðuna vera þá
meðal annars, að nú væri það miklu
fátíðara en áður að fólk skildi og
talaði dönsku. En ég get í þessu sam-
bandi getið þess, að eini útlending-
urinn, sem ég hitti heima og heyrði
tala íslenzku svo að ekki heyrðist
neitt á mæli hans var Peter Hallberg,
ungur sænskur háskólakennari frá
Gautaborg. Tómas Jóhannsson frá
Lundi talaði hana líka, en ekki eins
vel enn sem komið var.
Raunar ætlaði ég hvorki að tala
sérstaklega um útlendinga, sem ís-
lenzku tala, né íslendinga báðum
megin hafs, sem skilja ekki neitt
Norðurlandamál, þótt þess væri
kannske full þörf. Við íslendingar
erum Norðmenn að uppruna og
höfum um allan okkar aldur haft
menningarsamband við Norðurlönd.
Þegar við slítum þessu sambandi
með því að hætta að lesa önnur
Norðurlandamál og bókmenntir, þá
erum við að nokkru leyti undir sörnu
örlög seldir og köngulóin í æfintýri
Jóhannesar Jörgensens, sem klippti
á þráð, er hún hafði sigið á ofan úr
tré, en felldi um leið niður allan
vefinn sinn af því að hún hafði
steingleymt til hvers þessi þráður
var. Það er því trúa mín, að íslenzki
prófessorinn í Winnipeg gæti gert
margt óþarfara — ef hann hefði tíma
til — en að leiðbeina mönnum um
nám einhvers Norðurlandamáls eða
um lestur bókmennta þess.
En svo að ég komist einhverntíma
að efninu, þá var það ætlun mín að