Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 111
bækur og rit
91
son. Þar gæti hafa verið fyrsta bygð
íslands, því þar voru írskir munkar
fyrir, þegar Norðmenn komu að
landinu, og síðan hefir víst stöðugt
verið búið þar, og oftast á tíðum
stórbúi. Þar er kirkja og hinn besti
húsakostur, og er leitt til þess að
rita, ef bygð skyldi leggjast þar
niður.
Næst í bókinni eru þættir um
Menn og viðburði eftir Halldór, og
kennir þar margra grasa. Þá koma
Sagnaþættir eftir fornvin okkar hér
Vestra, Sigmund Long. Eru það alt
Sagnir um þekt fólk á Austurlandi,
°g hið fróðlegasta. Þá eru Tveir
þsettir um Fljótsdalshérað eftir
Björn Þorkelsson fyrrum bónda í
Hnefilsdal. Enn er þáttur af Her-
manni Jónssyni í Firði, eftir Sigurð
^ilhjálmsson, annar eftir Bjarna
^igurðsson um Þórð Eiríksson á
Vattarnesi, og loks rekur lestina
^attur af Steindóri Hinrikssyni á
Balhúsum, sem oftast var nefndur
Bteindór póstur, eftir Sigurð Bald-
vinsson. Alt er þetta hefti eftir Aust-
íirðinga og um austfirðskt fólk. Sagt
var mér á síðastliðnu sumri, að helst
ekkert seldist þar heima nú sem
siendur, nema það sem þeir kalla
aiþýðleg fræði, en það eru svona
^agnaþættir, lýgisögur og þjóðsögur.
etta hefti ætti því að verða vinsælt,
því það er sneisafult af þess konar
fróðleik.
Bjórða heftið er nokkru minst;
^r,Það alt skrifað af Halldóri, þegar
rá er skilinn stuttur þáttur aftast í
°kinni eftir Eirík Sigurðsson um
Jónin sem bygðu Eskifell í óbygð-
Urtl Suðausturlands. Fyrst er löng
ritgjÖrð, sem Halldór kallar Þætti
Ur sögu Austurlands. Er það að kalla
má samfeld saga 19. aldarinnar á
Austurlandi, full af fróðleik og ó-
missandi hverjum Austfirðingi, sem
vita vill nokkur deili á heimalandi
sínu. Þá er og stutt lýsing af Víkun-
um, sem skerast inn í skaga þann,
sem liggur í milli Borgarfjarðar
eystra og Loðmundarfjarðar. Þá er
og Yfirlit um ættstofna Austur-
lands — alt eftir Halldór.
Halldór skrifar hreint og tilgerðar-
laust íslenskt mál. Hann segir sögu
blátt áfram og lætur atburðina skýra
sig sjálfa, án persónulegra athugana
frá sjálfum sér. En það verður naum-
ast sagt um suma hina þættina, þar
sem höfundarnir blanda sér sjálfum
helst til mikið inn í frásögnina.
Hætt er við að þetta verði seinasta
bindi Austurlands, en þó skal engu
spáð um það.
KVÖLDVAKA
2 ár
Ritstj. Snæbjörn Jónsson
Þegar Kvöldvaka hóf göngu sína
voru víst eigi allfáir, sem spáðu
henni skjótum aldurtila. Nú eru
samt komnir út tveir fullir árgangar,
hvað sem verður um áframhaldið.
Þessi árgangur stendur als eigi hin-
um fyrsta að baki. í báðum heftun-
um er framhald af hinni ágætu og
skemtilegu ritgjörð eftir séra Benja-
mín Kristjánsson um Skáldskap og
trúarbrögð, og er enn eigi lokið. Þá
er og í fyrra hefti eftir sama höfund:
Tvö borgfirzk skáld, og sumar bók-
fregnirnar hefir hann og skrifað.
Grein er þar og um Hallgrím Péturs-
son eftir prófessor Guðbrand Jóns-
son. Svo eru nokkur kvæði, þýdd og