Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 26
ÞORSTEINN M. JÓNSSON. skólasijóri:
Trúar- og lífsskoðanir Helga
hins magra
(Erindi flutt á Rotary-fundi á Akureyri 9. maí 1947)
Eins og kunnugt er, þá var Helgi
hinn magri Eyvindarson nafnkunn-
asti og ríkasti landnámsmaður í
Eyjafirði. Um för hans til íslands
segir svo í Landnámabók:
„Helgi hinn magri fór til íslands
með konu sína og börn; þar var og
með honum Hámundur heljarskinn,
mágur hans, er átti Ingunni, dóttur
Helga. Helgi var blandinn mjög í
trú; hann trúði á Krist, en hét á Þór
til sjófara og harðræða. Þá er Helgi
sá ísland gekk hann til frétta við
Þór, hvar land skyldi taka, en frétt-
in vísaði honum norður um landið.
Þá spurði Hrólfur son hans, hvort
Helgi mundi halda í Dumbshaf, ef
Þór vísaði honum þangað, því að
skipverjum þótti mál úr hafi, en á-
liðið var mjög sumarið.“
Landnáma segir síðan frá land-
námi Helga í Eyjafirði, og ástæðuna
fyrir því, að hann kallar bæ sinn
Kristnes. „Helgi trúði á Krist og
kenndi því við hann bústað sinn.“
Þessar heimildir Landnámu um
Helga hinn magra eru einu heimild-
ir, sem til eru um lífs- og trúarskoð-
anir hans. En þótt þessar heimildir
séu ekki margorðar, þá segja þær
samt allmikið: „Helgi trúði á Krist“
og „Helgi var blandinn mjög í trú.“
Þessi síðari setning gefur innsýn á
skoðanir Helga. Af henni má draga
sennilegar ályktanir um lífsskoðan-
ir hans, trúkerfi hans og trúarskoð-
anir. En líka verður að athuga um
leið ætt hans og uppruna og uppeldi.
Ennfremur verður að kynna sér hið
andlega andrúmsloft, sem hann
hefir drukkið í sig í uppvexti.
Faðir Helga hins magra var Ey-
vindur austmaður, gauzkur að ætt
og uppruna, kominn af konunga-
ættum. Hann fór frá Gautlandi til
Noregs og tók þar við herskipum
föður síns, en faðir hans hafði flúið
áður til Noregs frá Gautlandi eftir
að hafa brennt inni Sigfast mág
Sölvars Gautakonungs og þrjá tigu
manna. Eyvindur fór í vesturvíking
og settist að á írlandi og gerðist þar
landvarnarmaður. Fékk hann fyrir
konu Raförtu dóttur Kjarvals kon-
ungs í Ossary á írlandi, og varð hún
móðir Helga hins magra. Ekki er
vitað með vissu, hvort Helgi hefur
fæðzt í Suðureyjum eða á írlandi,
en foreldrar hans settu hann í fóstur
á Suðureyjum, en er þau komu þar
út tveimur árum síðar „var hann
sveltur“, svo að þau þekktu hann
ekki. Tóku þau hann úr fóstrinu og