Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 34
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Kristur verið ástvinur hans. Þá mun
hann og hafa verið góður þrælum
sínum og smámennum og öllum
þeim, sem hjálpar hans leituðu.
Hann hefur og líka rækt þá skyldu
ásatrúarmanna að vera góður vinur
vina sinna og þeirra vina, jafnt á
friðartímum sem í ófriði. En ekki
mun hann hafa elskað óvini sína
eða þeirra vini.
Á víkingaöld var oft róstusamt,
vopn varð að bera og vopnum varð
að beita, ef óvinir sýndu ágang. En
Kristur var ekki orustuguð. Hann
hafði ekki einu sinni reynt að verja
sig, þegar óvinir hans tóku hann
höndum til krossfestingar. í þessu
efni gat Helgi hinn magri ekki tekið
Klrist sem fyrirmynd. Honum hafði
að vísu verið sagt af kristnum prest-
um, að Guð hefði fórnað syni sínum
fyrir mannkynið. Og Helgi vissi, að
mannfórn var dýrari fórn en venju-
leg fórn, og þó sérstaklega, þegar
maðurinn, sem fórnað var, var sonur
Guðs, æðsta stjórnanda alls heims-
ins. En Helgi þarfnaðist guðs, sem
gat hjálpað í orustum og harðræð-
um. Miskunnsemi eða athafnaleysi
gat ekki bjargað honum né vinum
hans og frændum, ef óvinir leituðu
á þá. Þá þurfti að sýna karlmennsku
og neyta krafta. Þar var guð kraft-
anna, Ása-Þór, nauðsynlegur hjálp-
arvættur. Enda var Þór dýrkaður
meira af samtíðarmönnum Helga
hins magra hér á íslandi en nokkur
annar guð. íslendingar hafa líka
bæði fyrr og síðar helgað honum
fjölda sona sinna og dætra með nafn-
gjöfum.
Ég hefi áður talið víst í erindi
þessu, að Helgi hinn magri muni
hafa talið sér vísa vist í Paradís.
Hann hefur sennilega ekki óttazt
„Lykla-Pétur“, þótt Pétur hefði ef
til vill horn í síðu hans fyrir vináttu
við Þór. Því að ef postulinn vildi
ekki hleypa honum inn með góðu,
þá myndi Þór vinur hans ógna hon-
um með því að reiða hamarinn
Mjölni og beina honum að dyrum
Himnaríkis, en þær ógnir myndi
„Lykla-Pétur“ ekki standast.
----------☆----------
Einn um nótt
BROT
Drotning svefns og drauma þúsund-eyg
dregur mánasilkitjöld um sviðið.
Grösin dotta út um engi og teig;
inn í fylgsni þyrpist rökkurliðið.
Mús í holu, hind um skógargöng
hlusta á næturleiksins undirsöng.
Drýpur, drýpur dögg úr himins laugum,
drunga-geigur smýgur eftir taugum.
Þeim sem vakir verður nóttin löng.
G. J.