Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 106
86
TÍMAKIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sterki persónuleiki þeirra allflestra.
Þau eru testamenti viðkvæmrar sál-
ar, sem ekki virðist hafa altaf átt
sjö dagana sæla.
Bökin er prentuð heima á íslandi,
og hefir Snæbjörn Jónsson skjala-
þýðari og ritstjóri séð um útgáfuna.
Ekki stendur þó nafn hans á titil-
blaði hennar, sem vel hefði þó mátt
vera, þar sem hann ekki aðeins sá
um fráganginn og las prófarkirnar,
heldur og ritaði langan og ítarlegan
inngang, sem ekki eingöngu lýsir
æviferli skálkonunnar en gefur jafn-
framt vinsamlegt og um leið sann-
gjarnt mat á verkum hennar. í þessu
æviyfirliti eru vel ort eftirmæli um
skáldið, sem Snæbjörn mun hafa
kveðið, þó nafn sé ekkert við. Sama
má líklega geta sér til um niðurlags-
kvæðið: Til Undínu heimkominnar,
sem ber með sér sömu ást og aðdáun
til hennar.
Eins og kvæðið „Til lesandans“
bendir til, hefir bókin átt að koma
út að höfundinum lifandi. En það
fórst nú samt fyrir og hefði að líkum
aldrei skeð, ef dóttir skáldkonunnar,
sú eina sem lifir móður sína, hefði
ekki hlaupið undir baggann. Er það
reyndar ekkert einsdæmi hér vestra,
því hér gefur enginn út bók í ágóða-
skyni eða jafnvel í von um að út-
gáfan borgi sig, heldur eingöngu af
frændrækni og áhuga á að bjarga
sprekunum á land áður en þau
hverfa að eilífu í djúp gleymsk-
unnar.
Davíð Björnsson:
RÓSVIÐIR
Ijóð
Þetta er ekki stór bók að vexti, að-
eins um 80 blaðsíður í venjulegu
formi. Enda að líkindum varla helm-
ingur þess, sem eftir höfundinn ligg-
ur. Er það slæmt, því jafnvel þó
höfundurinn hafi valið kvæðin, þá
er það ekki full trygging fyrir því,
að vera betra en margt sem eftir er
skilið. Ég minnist margra kvæða,
sem komið hafa í blöðunum, sem
fyllilega standa þessum á sporði. í
fljótu kasti finst manni nafnið helzt
til skrautbúið, en þegar maður fer
að fletta kverinu og sér að eitt
fallegasta og hlýjasta kvæðið heitir
þessu nafni og er afmæliskvæði til
konu höf., sem heitir Rósa, þá verður
nafnið eðlilegt og viðeigandi. Davíð
hefir svo oft sýnt, að honum er ekki
ósýnt um að ríma, enda ber þetta
kver þess fyllilega vott.
Richard, Beck:
A SHEAF OF VERSES
Höfundurinn hefir safnað saman í
þetta snyrtilega kver fimmtán úrvals
kvæðum, sem hann hefir ort á enska
tungu og birtst hafa á ýmsum tím-
um í merkum amerískum og enskum
bókum og ritum. Kvæðin eru öll
áferðarfögur og vönduð að frágangi,
enda gjöra hin betri enskumælandi
tímarit yfirleitt hærri kröfur til
ljóðagerðar en íslenzk blöð og rit
almennt, sem virðast nú á dögum
prenta flest eða alt, er þeim berst.
P. V. G. Kolka:
LANDV ÆTTIR
Ljóðabálkur
Páll læknir Kolka, sem hér vestra
var í heimsókn fyrir tveimur árum,
hefir sent vinum sínum núna um
áramótin skrautprentaðan ljóða-
flokk, sem hann nefnir Landvætti-