Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 32
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að þau settust hér að, er ekkert
vitað um. En ekki er ólíklegt, að
börn hans, sem öll munu vera fædd
á írlandi, hafi verið trúlaus á kenn-
ingar ásatrúarinnar og viljað halda
tryggð við Krist, en þau hafa séð sér
það hentast að fylgja þjóðvenjum
um blótveizlur, þótt þeim væri þær
ekkert trúaratriði, en stjórnarfars-
legar ástæður munu hafa ráðið þar
um, enda kristni þeirra heiðin-
kristni.
Það er mjög sennilegt, að kristnar
hugmyndir hafi haldizt við að meiru
eða minna leyti hjá niðjum Helga
hins magra, þótt þeir fylgdu heiðn-
um venjum. Það er ennfremur mjög
sennilegt, að trúarskoðanir forföður
þeirra hafi lifað í þeirra eigin brjósti,
allt til þess tíma, er kristniboð hófst
hér á landi. Að minnsta kosti var
Eyjólfur Valgerðarson, faðir þeirra
Guðmundar ríka og Einars Þveræ-
ings, einn meðal hinna fyrstu höfð-
ingja, er tóku kristni, þá er kristni-
boð hófst hér. Hann var primsigndur
af Friðriki biskupi hinum saxneska,
en Helgi magri var langafi Einars.
Kristniboð var síðar hafið hér á
íslandi en víðast annars staðar á
Norðurlöndum, en það gekk tiltölu-
lega betur að koma hér á kristni en
á hinum Norðurlöndunum, og má
það að sjálfsögðu rekja til áhrifa
þeirra, er landnámsmennirnir, sem
komu frá Bretlandseyjum, urðu fyr-
ir, og þá fyrst og fremst til ættar
Ketils flatnefs og Helga hins magra.
Og aldrei er getið um afturhvarf frá
kristni hér á íslandi eins og varð í
Noregi eftir fall Ólafs Tryggvasonar.
Frumkristni íslands og annarra
Norðurlanda má kalla heiðna kristni,
enda voru flestir trúboðarnir grimm-
ir víkingar, svo sem sjálfir höfuð-
paurarnir, þeir Ólafur Tryggvason
og Ólafur Haraldsson. Friðrik biskup
frá Saxlandi var sá eini kristniboði
hér á íslandi, sem skildi anda krist-
innar trúar og var ekki heiðin-
kristinn. Við kristniboðið var þó al-
drei beitt annarri eins grimmd hér á
íslandi og í Noregi, enda voru ís-
lendingar ekki eins tregir að láta af
blótum og hafna fornri trú sem
Norðmenn. Og ég tel víst, að ástæð-
an hafi verið sú, sem ég hefi áður
nefnt, kristnu áhrifin, er landnáms-
mennirnir fluttu með sér frá Bret-
landseyjum.
Þótt fornsögurnar komist ekki svo
að orði um neinn landnámsmann,
nema Helga hinn magra, að hann
hafi verið blandinn í trúnni, þá hafa
þeir fleiri verið það og einnig af-
komendur þeirra. Þeir, sem kynnzt
höfðu kristninni, skildu ekki aðal-
grundvöll hennar, kærleikskenning-
una. Hún var fjarstæð þeim lífsskoð-
unum, er þeir voru aldir upp við.
Og þegar kristni var hér lögtekin
árið 1000, þá voru lífsskoðanir þjóð-
arinnar að mestu heiðnar sem áður.
Það var ekki kærleikskenning
Krists, sem sigrar hér á landi það
ár, heldur lífs- og trúarskoðanir
Helga hins magra; sú skoðun, að rétt
væri að helga sig Kristi með skírn-
inni til þess að fá þar með lykilinn
að Paradís eftir dauðann, en hafna
ekki fornum lífsskoðunum, þótt ját-
azt væri undir nýja guði. íslendingar
voru sem fyrr fjendur óvina sinna
og þeirra vina. Þeim var óljúft að
fyrirgefa óvinum sínum. Fyrst varð
að hefna, en að hefndinni lokinni
mátti fyrirgefa. Á seinni hluta 13.
aldar, þegar kristni var búin að ríkja