Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 32
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA að þau settust hér að, er ekkert vitað um. En ekki er ólíklegt, að börn hans, sem öll munu vera fædd á írlandi, hafi verið trúlaus á kenn- ingar ásatrúarinnar og viljað halda tryggð við Krist, en þau hafa séð sér það hentast að fylgja þjóðvenjum um blótveizlur, þótt þeim væri þær ekkert trúaratriði, en stjórnarfars- legar ástæður munu hafa ráðið þar um, enda kristni þeirra heiðin- kristni. Það er mjög sennilegt, að kristnar hugmyndir hafi haldizt við að meiru eða minna leyti hjá niðjum Helga hins magra, þótt þeir fylgdu heiðn- um venjum. Það er ennfremur mjög sennilegt, að trúarskoðanir forföður þeirra hafi lifað í þeirra eigin brjósti, allt til þess tíma, er kristniboð hófst hér á landi. Að minnsta kosti var Eyjólfur Valgerðarson, faðir þeirra Guðmundar ríka og Einars Þveræ- ings, einn meðal hinna fyrstu höfð- ingja, er tóku kristni, þá er kristni- boð hófst hér. Hann var primsigndur af Friðriki biskupi hinum saxneska, en Helgi magri var langafi Einars. Kristniboð var síðar hafið hér á íslandi en víðast annars staðar á Norðurlöndum, en það gekk tiltölu- lega betur að koma hér á kristni en á hinum Norðurlöndunum, og má það að sjálfsögðu rekja til áhrifa þeirra, er landnámsmennirnir, sem komu frá Bretlandseyjum, urðu fyr- ir, og þá fyrst og fremst til ættar Ketils flatnefs og Helga hins magra. Og aldrei er getið um afturhvarf frá kristni hér á íslandi eins og varð í Noregi eftir fall Ólafs Tryggvasonar. Frumkristni íslands og annarra Norðurlanda má kalla heiðna kristni, enda voru flestir trúboðarnir grimm- ir víkingar, svo sem sjálfir höfuð- paurarnir, þeir Ólafur Tryggvason og Ólafur Haraldsson. Friðrik biskup frá Saxlandi var sá eini kristniboði hér á íslandi, sem skildi anda krist- innar trúar og var ekki heiðin- kristinn. Við kristniboðið var þó al- drei beitt annarri eins grimmd hér á íslandi og í Noregi, enda voru ís- lendingar ekki eins tregir að láta af blótum og hafna fornri trú sem Norðmenn. Og ég tel víst, að ástæð- an hafi verið sú, sem ég hefi áður nefnt, kristnu áhrifin, er landnáms- mennirnir fluttu með sér frá Bret- landseyjum. Þótt fornsögurnar komist ekki svo að orði um neinn landnámsmann, nema Helga hinn magra, að hann hafi verið blandinn í trúnni, þá hafa þeir fleiri verið það og einnig af- komendur þeirra. Þeir, sem kynnzt höfðu kristninni, skildu ekki aðal- grundvöll hennar, kærleikskenning- una. Hún var fjarstæð þeim lífsskoð- unum, er þeir voru aldir upp við. Og þegar kristni var hér lögtekin árið 1000, þá voru lífsskoðanir þjóð- arinnar að mestu heiðnar sem áður. Það var ekki kærleikskenning Krists, sem sigrar hér á landi það ár, heldur lífs- og trúarskoðanir Helga hins magra; sú skoðun, að rétt væri að helga sig Kristi með skírn- inni til þess að fá þar með lykilinn að Paradís eftir dauðann, en hafna ekki fornum lífsskoðunum, þótt ját- azt væri undir nýja guði. íslendingar voru sem fyrr fjendur óvina sinna og þeirra vina. Þeim var óljúft að fyrirgefa óvinum sínum. Fyrst varð að hefna, en að hefndinni lokinni mátti fyrirgefa. Á seinni hluta 13. aldar, þegar kristni var búin að ríkja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.