Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 29

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 29
TRÚAR- og lífsskoðanir helga hins magra 9 valdi hans. Hann beitir meira að segja ekkert mildari aðferð við and- stæðinga sína en æsir beittu við Loka, er þeir bundu hann og létu eiturnöðruna hanga yfir andliti ha.ns allt til heimsloka. Eldar Hel- vítis voru ekki kvalaminni. Hjá hinum kristnu víkingum varð vizkuguðinn, (Óðinn alfaðir, að rýma fyrir guði almáttugum. Það var enginn vandi og ruglaði ekki trúár- kerfi hinna nýkristnu víkinga, að skipta á Guði kristinna manna og Óðni. Þeir fundu skyldleika með þeim og gátu því gengið hinum nýja Guði á hönd. Báðir höfðu þeir átt í vök að verjast, Óðinn og Guð krist- inna manna. Loki hafði orðið valdur að dauða Baldurs hins góða og villt vizkuguðinum, Óðni, sýn um stund- arsakir. En guðunum tókst að ná Loka og binda hann, eins og að framan er greint. En Sigyn, hin fórnandi kona, hélt skál yfir vitum hans, svo að eitrið, er naðran spýtir, ó-rjúpi ekki í andlit hans. Um óra- tima, allt til heimsenda, fórnar hún ser til þess að lina þjáningar manns súis, sem þó allir guðir höfðu lagt bölvun á. í hinni kristnu trúfræði kom Djöfullinn í stað Loka. Hann Var fallinn engill, sem hafði svikið Guð Gyðinga og kristinna manna. Valdi Drottins yfir mönnunum stóð hætta af honum. Því var hann sett- Ur til Helvítis. Þar kyndir hann sjálfur logana til þess að kvelja þá ^enn, er Drottinn vill hegna. Það hans eina nautn að hefna og velja, þótt logarnir leiki um hann Urn aLa eilífð sem um aðra andstæð- juga Drottins. En hann er að því eyti verr settur en Loki, að honum ann engin fórnfús kona, engin, er vill lina þjáningar hans. í stað Baldurs hins góða, sem allar verur og allir hlutir unnu hugástum á himni og jörðu, kom Hvíti-Kristur. Á þeim var auðvelt að skipta fyrir heiðinn víking. Baldirr hafði farið til Heljar eftir að Höður blindi með tilstilli Loka veitti honum bana með því að skjóta að honum mistiltein- inum. Þar varð hann að bíða til Ragnarökkurs. En Hvíti-Kristur hafði sjálfviljugur stigið niður til Helvítis til þess að tala um fyrir öndum þar, en kom þaðan aftur eftir stuttan tíma án allrar hjálpar. í víkingsins augum var hann því Baldri meiri. í stað Friggjar, konu Óðins, og ástargyðjunnar Freyju, kom með kristninni María mey, brúður Drott- ins, móðir Hvíta-Krists, hin hreina mey og milda himnadrottning, glæsi- legri þeim báðum Frigg og Freyju. Nýr guð kom með kristninni, sem hét Heilagur andi. í ásatrúnni var enginn tilsvarandi guð. í frum- kristni norrænni mun hann lítt hafa verið dýrkaður, því að forfeðrum okkar á þeim tímum mun hafa gengið illa að skilja hlutverk hans, ekki síður en mörgum leikmönnum nú á dögum. En í fjölgyðistrúar- brögðum var ekki mikið í húfi, þótt einhver guðinn væri torskilinn, menn sneru sér til þeirra guða, sem samþýddust bezt þeirra skilningi. Það var auk Drottins alföður, Krist- ur og himnadrottningin María mey, sem menn í bænum sínum munu aðallega hafa snúið sér til. Nóg var líka af nokkurs konar hálfguðum, dýrlingum, sem hægt var að leita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.