Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 61
ÚTVERÐIR NORRÆNS ANDA OG NORRÆNNA FRÆÐA
41
Sibelius hefur verið skrifað frá því
safnið byrjar og fram á þennan dag,
°g þar sem hann er nú að semja æfi
Sibeliusar, má geta nærri hvert gagn
hann hefur af safninu til þess. Geta
rná þess að Jón Sigurðsson átti mikið
úrklippusafn um ísland, svo líklega
gætu Vestur-íslendingar gert margt
óþjóðlegra og ófróðlegra en að byrja
á slíku safni fyrir sjálfa sig (í Há-
skólanum eða Þjóðræknisfélaginu).
Hitt sem þeir ættu að gera væri að
gera skrá yfir allar greinar, sögur og
kvæði, sem komið hafa í vestur-
íslenzkum blöðum og tímaritum. Ég
man nú ekki hvort blöðin hafa
nokkurntíma haft efnisyfirlit, en sé
svo, þá er það mjög langt síðan.
Hinsvegar veit ég ekki hvort Heims-
kringla og Lögberg hafa spjaldskrá
ó skrifstofum sínum yfir innihald
sitt, en það mun vera siður flestra
blaða hér í Ameríku, þótt fá eða
engin nema New York Times gefi út
árlegt efnisyfirlit.
Eitt af áhugamálum Otto Anders-
sons var að safna (aust)-sænskum
þjóðlögum, og ef hann hefði alizt
UPP nú á dögum mundi hann eflaust
hafa farið með hljóðbandavél (tape
recorder) út í byggðirnar til að láta
karla og kerlingar syngja og kveða
ó bandið, en fiðlunga, harpara og
harmoníkumenn spila. En af því að
hann byrjaði fyrir aldamót þá not-
eði hann einungis sitt góða eyra og
hefur notað það síðan mest af öllu.
En nú mun hann manna fróðastur
nm þjóðlög og sögu þeirra á Norður-
iöndum, og þegar hið mikla safnrit,
Nordisk Kultur, gaf út bindi um
niúsík þá var hann ritstjóri þess. Og
þótt sænsku þjóðlögin og vísurnar
væru aðalviðfangsefni hans, þá hef-
ur hann dregið langa nót að efninu
bæði út um víða veröld og aftur í
aldir. Þannig hafa eigi aðeins finnsk
og rússnesk þjóðlög orðið vatn á
myllu hans, heldur hefur hann líka
farið um Suðureyjar (Hebrides) og
Hjaltland hlustað og skrifað upp
margt fémætt. Einnig til íslands
hefur hann farið að safna rímnalög-
Um og hefur í smíðum ritgerð mikla
um uppruna þeirra. Er vonandi að
honum takist þar að komast þar feti
framar en bókmenntasögufræðingar,
sem hafa ekki notið söngfræðilegrar
menntunar eins og vor ágæti Bjorn
Karel Þórólfsson, sem allra núlifandi
manna er fróðastur um rímur og
bókmenntalegan uppruna þeirra.
Otto Andersson er og einn þeirra
sem mest hefur ritað um hinn ein-
kennilega kvæðahátt Finna, þar sem
kvæðamennirnir sitja hvor á móti
öðrum, haldast í hendur og róa sér,
0g kveða alltaf á víxl aðra hverja
hendingu (vísuorð). Gömlu Kale-
vala-kvæðamennirnir notuðu þessa
aðferð a. m. k. þegar þeir vildu hafa
mikið við. Fram á síðustu ár vissu
menn ekki af eldri lýsingu á þessari
söngaðferð en þeirri, sem Henrik G.
Porthan, 18. aldar fræðimaður í Ábo
hafði gefið í frægri ritgerð um skáld-
skap Finna, ritaðri 1878. En nýlega
fannst önnur heimild um Lappa-
galdur kveðinn á sama hátt frá 1730,
líklega skrifuð í Ábo. Þeim fræði-
mönnunum í Ábo og Helsingfors
þótti það því ekki svo lítil tíðindi
þegar ég gat sagt þeim frá því að ég
hafði, af skærri hendingu, rekizt á
sömu söngaðferðina í Sturlungu, þar
sögð notuð til að kveða draugslega
draumvísu árið 1208. Það sannar eigi
aðeins að aðferðin er með vissu 500