Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 64
44
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þessa lands, var aðkoman ekki ó-
svipuð því, er að ofan getur. Það var
litið á þá sem gesti og þeim fengin
gisting, enda fóru þeir ekki fram á
meira. Þeir fluttu með sér tungu
sína og trú, þó að sumir létust vera
prímsigndir. Þeim sem fyrir voru
fór líkt og álfinum, er hann mælti:
„Furðu sterkur lás er hér fyrir tómu
húsi.“ — Þeir skildu þá ekki og
vissu því ekki, yfir hverju þeir
bjuggu, hugsuðu sem svo, að þeir
skyldu ekki lengi vera með þeim
óskírðir.
Gestur dvelst nú með konungi. „Er
honum skipað utar frá gestum. Hann
var siðsamur maður og látaður vel.
Var hann og þokkasamur af flestum
mönnum og virðist vel.“
Og sagan heldur áfram:
„Litlu fyrir jól kom Úlfur heim
hinn rauði og sveit manna með hon-
um. Hann hafði verið um sumarið í
konungs erendum, því að hann var
settur til landgæzlu um haustið í
Víkinni við áhlaupum Dana. Var
hann jafnan vanur að vera með Ólafi
konungi um hávetri. Úlfur hafði að
færa konungi marga góða gripi, er
hann hafði aflað um sumarið, og einn
gullhring hafði hann aflað, er
Hnituður hét. Hann var hnitaður
saman í sjö stöðum, og var með sín-
um lit hver hluturinn. Miklu var
hann gullbetri en aðrir hringar.
Heldur konungur nú jól sín ríku-
lega og situr 1 Þrándheimi, en hinn
átta dag jóla gefur Úlfur hinn rauði
hringinn Hnituð Ólafi konungi. Kon-
ungur þakkar honum gjöfina og
alla sína trúlynda þjónustu, er hann
hafi jafnan veitt honum. Fer þessi
hringur víða um herbergi, þar er
menn drukku inni, því að þá voru
eigi hallir smíðaðar 1 þann tíma í
Noregi. Sýnir nú hver öðrum, og
þykjast menn eigi séð hafa jafngott
gull sem í hringinum var og að lykt-
um kemur á gestabekk og svo fyrir
gest hinn ókunna. Hann lítur á og
selur aftur hringinn yfir þvera hönd-
ina, þá er hann hélt áður á kerinu.
Finnst honum fátt til og talar ekki
til þessa gripar, en hefir gamanræður
sem áður við sína félaga.
Einn herbergissveinn skenkti utar
á bekkinn gestanna. Hann spyr:
„Lízt yður vel á hringinn?“ „Allvel,“
sögðu þeir, „utan gesti hinum ný-
komna, honum finnst ekki til, og
það hyggjum vér, að hann kunni
ekki til að sjá, að hann anzar ekki
um slíka hluti.“ Herbergissveinninn
gengur innar fyrir konung og segir
honum þessi hin sömu orð gestanna
og þessi hinn komni gestur, hversu
hann anzaði lítt til þessa gripar, er
honum var sýnd slík gersimi. Kon-
ungur sagði þá: „Gestur hinn
komni mun fleira vita en þér munuð
ætla, og skal hann koma til mín í
morgin og segja mér nokkura sögu.“
Nú talast þeir við gestirnir utar á
bekkinn. Þeir spyrja hinn nýkomna
gest, hvar hann hefir séð jafn góðan
hring eður betra. Gestur svarar:
„Með því að yður þykir undarlegt,
að eg tala svo fátt til, þá hefi eg
víst séð það gull, að engan mun er
verra, nema betra sýnist.“ Nú hlæja
konungsmenn mjög og segja, að þar
horfist til gamans mikils, — „og
muntu vilja veðja við oss, að þú
hafir séð jafngott gull sem þetta, svo
að þú megir það sanna. Skulum vér
við setja fjórar merkur gangsilfurs,