Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 39
JÓN JÓNSSON
19
þegar því er að skipta. Hann er
frjálslyndur í öllu, kirkjumálum
líka.“
Þegar vistarbandsmálið var til
annarar umræðu í neðri deild al-
Þingis 1895, urðu um það allharðar
umræður. Töluðu móti því beztu
ræðumenn andstæðinganna, Guð-
laugur sýslumaður Guðmundsson
fl. Um umræðurnar fórust Hann-
esi Þorsteinssyni svo orð í „Þjóðólfi11
öaginn eftir: „Umræðurnar voru all-
harðar; fanst oss Jón frá Sleðbrjót
tala þar snjallast allra.“
Ég hygg, að það sem hér að ofan
er tekið upp eftir Jóhanni Pálssyni
Se rétt frá sagt, því það er ritað með-
an Jón var enn á lífi og hefði að öll-
Urn líkindum verið leiðrétt af hon-
uni ef eitthvað hefði þar verið mis-
Sagt. Þó er ég ekki alveg ánægður
^neð eitt orð í því, sem tekið er upp
eftir Valdimar Ásmundssyni, þar
Sem hann segir: „Hann (Jón) var
frjálslyndur í öllu, kirkjumálum
líka.“ Orðið „frjálslyndur“ er of
óákveðið, getur þýtt allt og ekkert.
mundi segja: Jón var umbóta-
^naður í öllu, því hann var glögg-
skygn á stefnur og strauma samtíð-
ar sinnar og sá nauðsyn þess að veita
þeim í þann farveg sem leiða mundi
til fegurra og farsælla mannlífs, en
stýra fram hjá slysum og ógæfu.
Hsnn skildi, eins og Stephan G.
^tephansson, að „það er ekki oflofuð
samtíð, en umbætt og glaðari fram-
tíð sú veröld, er sjáandinn sér,“ og
Jón var einn hinna alt of fáu „sjá-
enda,“ er fýsir að fórna starfi sínu
°g lífi í þjónustu þeirrar veraldar.
Jón var mjög vel máli farinn, eins
°g ofanskráð ummæli um það benda
fh. Hann var líka prýðilega ritfær
maður og er það skaði að hann ritaði
ekki meir en hann gjörði. Af þeirri
kynning sem ég hafði af honum per-
sónulega og því sem ég hefi séð eftir
hann á prenti, er ég alveg samdóma
því, sem St. G. St. hefir um það að
segja í bréfum til Jóns, rituðum
kringum 1913. Vil ég hér tilfæra
nokkra kafla úr þeim: „Ég hefi lesið
alt, sem þú hefir skrifað í blöð hér,
og þótti vel ritað. Ég varð svo fang-
inn að sjá fallegt mál og skipulega
hugsun og góðfrjálslega innan um
argið okkar vestræna .... Heyrðu,
Jón minn, þú átt að rita og brenna
sem minnst .... Þið eldri menn,
sem pennafærir eruð og kynnzt
hafið mest áberandi mönnum heima
eða hér, ættuð að skrifa minningar
ykkar, og segja orð og viðburði, sem
þið sjálfir vitið, grímulaust og
gremjulaust, en krækja ekki eftir,
hvað kemur sér nú. Mér finnst þú
skrifa svo sanngjarnt, að þú gætir
það. Það styður seinni tíð til sann-
gjarnrar sögu .... Nei, ég má ekki
sleppa þessu alveg um „minningarn-
ar“. Getur vel verið að þú sért ekki
sögumaður, að þig skorti eiru við
upptíninginn .... íþróttin við minn-
ingaritun held ég sé fyrst og fremst
sú ráðvendni, sem með ekkert vill
rangt fara, hvorki um það sem er
ástfólgið, né andstætt sér. Svo ekki
síður hitt, þessi glöggleiki, sem gríp-
ur um leyniþræði skaplyndis og
hugarfars áhrifamannanna niður í
hversdags smámunum orða og at-
vika, sem bæði geta verið brosleg og
raunaleg. Sem sé, ég ímynda mér,
að það þurfi einmitt eitthvað af
næmleik skáldsins, sem þú munt
hafa, til að rita góðar minningar,
fremur en fræðireglur sögumannsins