Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 49
höfundur þjóðsöngs íslenzkra sveita
29
°9 vígir og nærir hinn eilífa eld
a áltari hfónabands.
Sigurður söng ýmsa merka sam-
tiðarmenn sína og sveitunga úr hlaði
með veigamiklum og verðugum erfi-
Ijóðum, svo sem rithöfundinn Þorgils
gjallanda, Pétur Gauta og Benedikt
a Auðnum, að nokkrir séu taldir.
Hann orti einnig mörg önnur tæki-
færiskvæði, misjöfn að gæðum, eins
°g verða vill löngum um slíkan
kveðskap. Prýðisvel ort eru kvæðin
»Skautaljóð“ og „Glímusöngur“,
eggjandi til dáða, og bera jafnframt
V1tni manndómsanda skáldsins og
heilbrigðri bjartsýni.
Sigurður var maður mjög fróð-
leikshneigður og gerði sér mikið far
Urn það, alla sína ævi, að auka sér
^nenntun og þroska með lestri góðra
hóka, erlendra og innlendra. Meðal
annars kynnti hann sér allmikið
enskar bókmenntir, og sneri á ís-
lenzku ýmsum enskum kvæðum, og
eru sumar þær þýðingar prýðilegar,
ekki sízt „Við dánarbeð“ eftir
Thomas Hood.
Annars stóð Sigurður Jónsson um
annað fram djúpum rótum í ís-
enzkri bókmenntaarfleifð; skyld-
keiki hans við ýms eldri íslenzk
Þjóðskáld, sem hann unni og dáði,
er auðfundinn, og áhrifa frá þeim
gætir einnig í kvæðum hans. En
rettast er honum þó lýst í þessum
erðum Helga Hjörvars rithöfundar
(Morgunblaðið, 19. desember 1937):
»Sigurður er kynborinn sonur
mnar „þingeysku menningar“,
Þessa stórmerkilega tímabils og
menningarskeiðs í íslenzkri sögu,
Sern er enn of nærri okkur til þess
a verða skilið til fulls, eða réttilega
dæmt „Blessuð sértu, sveitin mín“
er kvistur á þessum meiði, eins og
„Ekkjan við ána“, eftir Guðmund
Friðjónsson og „Heimþrá“ Þorgils
gjallanda, svo að ekki sé fleira rakið.
Ljóð Sigurðar á Arnarvatni eru þó
fyrst og fremst ljóð bónda, og ekki
einasta það, heldur einnig sérstak-
lega ljóð hins þingeyska bónda, hins
gáfaða hugsandi manns, sem yrkir í
stíl sinnar sérstöku menningar, ó-
hjákvæmilega nokkuð háður ein-
angrun og striti bóndans.11------
Fer svo bezt á því að ljúka þess-
ari minningargrein um hið vinsæla
skáld frá Arnarvatni með upphafs-
og lokaerindunum úr „Títfararsöng11
hans, og ber sú fagra og lotningar-
fulla kveðja hans til ættjarðarinnar
og lífsins sjálfs jafnhliða órækan
vott djúpri og einlægri trúarkennd
hans, enda hefir þetta angurblíða
kvæði skáldsins verið tekið upp í
nýjustu útgáfu Sálmabókarinnar
íslenzku:
Yndislega œttarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þina.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
----0----
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda’ í hendur.
Foldin geymi fjötur sinn,
Faðir lífsins, Drottinn minn,
hjálpi mér í heimin þinn
heilagur máttur, veikum sendur.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda’ í hendur.