Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 62
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
árum eldri en menn vissu áður,
heldur má heita að það sé ugglaust
að telja hana a. m. k. 900 árum eldri,
þar sem líklegast er að aðferðin hafi
borizt með lappneskum galdra-
fyrir eitt (átta vísuorða) erindi í
fornyrðislagi, en til eru líka lög, sem
taka mundu yfir fjórar línur í
Kalevala, en eitt erindi af fornyrðis-
lagi.
k K N h h ' - 1—h m fi h—ft—1
TmK a„ s«W- -p , 7 m • 2
J f r r ý w mI
En - ka loi - tu - lau - la - joi - ta
þás mik forS - um fædd - a höfS - u
En ol - e ru - non su - ku - a
Ek man jötn - a ár of born - a
mönnum (Finnum) til íslands á
landnámstíð.
Eitt af því, sem Otto Andersson
hefur látið sér detta í hug er það,
að kveða mætti hið gamla íslenzka
fornyrðislag á Eddukvæðunum und-
ir Kalevala-lagi þeirra Finna og
/erður ekki annað sagt en að sú til-
gáta styrktist heldur en hitt, fyrst
vitað er með vissu að þeir (íslend-
ingar) notuðu stundum sömu söng-
aðferðina (raunar er draumvísan
ekki undir fornyrðislagi, heldur
dróttkvæðum hætti runhendum). En
til þess að sýna mönnum framan í
þenna möguleika prenta ég hér tvær
upphafslínur úr Kalevala og tvær
langlínur (eða fjögur vísuorð) úr
Völuspá. Tvítekið er lagið nógu langt
Satt er það að stíll þessa Kalevala-
lags er miklu nýtízkulegri en stíllinn
á lögum þeim, er Bjarni Þorsteins-
son hefur á fornyrðislagi og drótt-
kvæðu í íslenzkum þjóðlögum:
minna þau meir á gamlan kirkju-
söng og tvísöngslögin íslenzku. En
það er varla aðalatriði, heldur hitt
að hljóðfallið í finnsku og íslenzku
fornkvæðunum er svo svipað.
Ég hef nú drepið á margt í grein
þessari, en þó orðið að fara allt of
fljótt yfir sögu. Ég vona samt að
hún sýni að við íslendingar, útverðir
norrænnar menningar í vestri, höf-
um, ef að er gáð, ekki svo lítið að
læra af Austur-Svíum og Finnlend-
ingum, útvörðum norrænnar menn-
ingar í austri. Læt ég svo að sinni
útrætt um það mál.