Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 29
TRÚAR- og lífsskoðanir helga hins magra
9
valdi hans. Hann beitir meira að
segja ekkert mildari aðferð við and-
stæðinga sína en æsir beittu við
Loka, er þeir bundu hann og létu
eiturnöðruna hanga yfir andliti
ha.ns allt til heimsloka. Eldar Hel-
vítis voru ekki kvalaminni.
Hjá hinum kristnu víkingum varð
vizkuguðinn, (Óðinn alfaðir, að rýma
fyrir guði almáttugum. Það var
enginn vandi og ruglaði ekki trúár-
kerfi hinna nýkristnu víkinga, að
skipta á Guði kristinna manna og
Óðni. Þeir fundu skyldleika með
þeim og gátu því gengið hinum nýja
Guði á hönd. Báðir höfðu þeir átt
í vök að verjast, Óðinn og Guð krist-
inna manna. Loki hafði orðið valdur
að dauða Baldurs hins góða og villt
vizkuguðinum, Óðni, sýn um stund-
arsakir. En guðunum tókst að ná
Loka og binda hann, eins og að
framan er greint. En Sigyn, hin
fórnandi kona, hélt skál yfir vitum
hans, svo að eitrið, er naðran spýtir,
ó-rjúpi ekki í andlit hans. Um óra-
tima, allt til heimsenda, fórnar hún
ser til þess að lina þjáningar manns
súis, sem þó allir guðir höfðu lagt
bölvun á. í hinni kristnu trúfræði
kom Djöfullinn í stað Loka. Hann
Var fallinn engill, sem hafði svikið
Guð Gyðinga og kristinna manna.
Valdi Drottins yfir mönnunum stóð
hætta af honum. Því var hann sett-
Ur til Helvítis. Þar kyndir hann
sjálfur logana til þess að kvelja þá
^enn, er Drottinn vill hegna. Það
hans eina nautn að hefna og
velja, þótt logarnir leiki um hann
Urn aLa eilífð sem um aðra andstæð-
juga Drottins. En hann er að því
eyti verr settur en Loki, að honum
ann engin fórnfús kona, engin, er
vill lina þjáningar hans.
í stað Baldurs hins góða, sem allar
verur og allir hlutir unnu hugástum
á himni og jörðu, kom Hvíti-Kristur.
Á þeim var auðvelt að skipta fyrir
heiðinn víking. Baldirr hafði farið
til Heljar eftir að Höður blindi með
tilstilli Loka veitti honum bana með
því að skjóta að honum mistiltein-
inum. Þar varð hann að bíða til
Ragnarökkurs. En Hvíti-Kristur
hafði sjálfviljugur stigið niður til
Helvítis til þess að tala um fyrir
öndum þar, en kom þaðan aftur
eftir stuttan tíma án allrar hjálpar.
í víkingsins augum var hann því
Baldri meiri.
í stað Friggjar, konu Óðins, og
ástargyðjunnar Freyju, kom með
kristninni María mey, brúður Drott-
ins, móðir Hvíta-Krists, hin hreina
mey og milda himnadrottning, glæsi-
legri þeim báðum Frigg og Freyju.
Nýr guð kom með kristninni, sem
hét Heilagur andi. í ásatrúnni var
enginn tilsvarandi guð. í frum-
kristni norrænni mun hann lítt hafa
verið dýrkaður, því að forfeðrum
okkar á þeim tímum mun hafa
gengið illa að skilja hlutverk hans,
ekki síður en mörgum leikmönnum
nú á dögum. En í fjölgyðistrúar-
brögðum var ekki mikið í húfi, þótt
einhver guðinn væri torskilinn,
menn sneru sér til þeirra guða, sem
samþýddust bezt þeirra skilningi.
Það var auk Drottins alföður, Krist-
ur og himnadrottningin María mey,
sem menn í bænum sínum munu
aðallega hafa snúið sér til. Nóg var
líka af nokkurs konar hálfguðum,
dýrlingum, sem hægt var að leita