Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 34

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 34
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA Kristur verið ástvinur hans. Þá mun hann og hafa verið góður þrælum sínum og smámennum og öllum þeim, sem hjálpar hans leituðu. Hann hefur og líka rækt þá skyldu ásatrúarmanna að vera góður vinur vina sinna og þeirra vina, jafnt á friðartímum sem í ófriði. En ekki mun hann hafa elskað óvini sína eða þeirra vini. Á víkingaöld var oft róstusamt, vopn varð að bera og vopnum varð að beita, ef óvinir sýndu ágang. En Kristur var ekki orustuguð. Hann hafði ekki einu sinni reynt að verja sig, þegar óvinir hans tóku hann höndum til krossfestingar. í þessu efni gat Helgi hinn magri ekki tekið Klrist sem fyrirmynd. Honum hafði að vísu verið sagt af kristnum prest- um, að Guð hefði fórnað syni sínum fyrir mannkynið. Og Helgi vissi, að mannfórn var dýrari fórn en venju- leg fórn, og þó sérstaklega, þegar maðurinn, sem fórnað var, var sonur Guðs, æðsta stjórnanda alls heims- ins. En Helgi þarfnaðist guðs, sem gat hjálpað í orustum og harðræð- um. Miskunnsemi eða athafnaleysi gat ekki bjargað honum né vinum hans og frændum, ef óvinir leituðu á þá. Þá þurfti að sýna karlmennsku og neyta krafta. Þar var guð kraft- anna, Ása-Þór, nauðsynlegur hjálp- arvættur. Enda var Þór dýrkaður meira af samtíðarmönnum Helga hins magra hér á íslandi en nokkur annar guð. íslendingar hafa líka bæði fyrr og síðar helgað honum fjölda sona sinna og dætra með nafn- gjöfum. Ég hefi áður talið víst í erindi þessu, að Helgi hinn magri muni hafa talið sér vísa vist í Paradís. Hann hefur sennilega ekki óttazt „Lykla-Pétur“, þótt Pétur hefði ef til vill horn í síðu hans fyrir vináttu við Þór. Því að ef postulinn vildi ekki hleypa honum inn með góðu, þá myndi Þór vinur hans ógna hon- um með því að reiða hamarinn Mjölni og beina honum að dyrum Himnaríkis, en þær ógnir myndi „Lykla-Pétur“ ekki standast. ----------☆---------- Einn um nótt BROT Drotning svefns og drauma þúsund-eyg dregur mánasilkitjöld um sviðið. Grösin dotta út um engi og teig; inn í fylgsni þyrpist rökkurliðið. Mús í holu, hind um skógargöng hlusta á næturleiksins undirsöng. Drýpur, drýpur dögg úr himins laugum, drunga-geigur smýgur eftir taugum. Þeim sem vakir verður nóttin löng. G. J.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.