Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 26
ÞORSTEINN M. JÓNSSON. skólasijóri: Trúar- og lífsskoðanir Helga hins magra (Erindi flutt á Rotary-fundi á Akureyri 9. maí 1947) Eins og kunnugt er, þá var Helgi hinn magri Eyvindarson nafnkunn- asti og ríkasti landnámsmaður í Eyjafirði. Um för hans til íslands segir svo í Landnámabók: „Helgi hinn magri fór til íslands með konu sína og börn; þar var og með honum Hámundur heljarskinn, mágur hans, er átti Ingunni, dóttur Helga. Helgi var blandinn mjög í trú; hann trúði á Krist, en hét á Þór til sjófara og harðræða. Þá er Helgi sá ísland gekk hann til frétta við Þór, hvar land skyldi taka, en frétt- in vísaði honum norður um landið. Þá spurði Hrólfur son hans, hvort Helgi mundi halda í Dumbshaf, ef Þór vísaði honum þangað, því að skipverjum þótti mál úr hafi, en á- liðið var mjög sumarið.“ Landnáma segir síðan frá land- námi Helga í Eyjafirði, og ástæðuna fyrir því, að hann kallar bæ sinn Kristnes. „Helgi trúði á Krist og kenndi því við hann bústað sinn.“ Þessar heimildir Landnámu um Helga hinn magra eru einu heimild- ir, sem til eru um lífs- og trúarskoð- anir hans. En þótt þessar heimildir séu ekki margorðar, þá segja þær samt allmikið: „Helgi trúði á Krist“ og „Helgi var blandinn mjög í trú.“ Þessi síðari setning gefur innsýn á skoðanir Helga. Af henni má draga sennilegar ályktanir um lífsskoðan- ir hans, trúkerfi hans og trúarskoð- anir. En líka verður að athuga um leið ætt hans og uppruna og uppeldi. Ennfremur verður að kynna sér hið andlega andrúmsloft, sem hann hefir drukkið í sig í uppvexti. Faðir Helga hins magra var Ey- vindur austmaður, gauzkur að ætt og uppruna, kominn af konunga- ættum. Hann fór frá Gautlandi til Noregs og tók þar við herskipum föður síns, en faðir hans hafði flúið áður til Noregs frá Gautlandi eftir að hafa brennt inni Sigfast mág Sölvars Gautakonungs og þrjá tigu manna. Eyvindur fór í vesturvíking og settist að á írlandi og gerðist þar landvarnarmaður. Fékk hann fyrir konu Raförtu dóttur Kjarvals kon- ungs í Ossary á írlandi, og varð hún móðir Helga hins magra. Ekki er vitað með vissu, hvort Helgi hefur fæðzt í Suðureyjum eða á írlandi, en foreldrar hans settu hann í fóstur á Suðureyjum, en er þau komu þar út tveimur árum síðar „var hann sveltur“, svo að þau þekktu hann ekki. Tóku þau hann úr fóstrinu og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.