Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 23
PRóFESSOR HARALDUR BESSASON:
Einar Páll Jónsson
RITSTJÓRI OG SKÁLD
Eins og kunnugt er, andaðist Ein-
ar Páll Jónsson skáld og ritstjóri hér
1 Winnipeg þann 27. dag maímánað-
ar 1959.
Tímariti Þjóðræknisfélagsins er
það bæði ljúft og skylt að minnast
þessa manns. En hann kom mjög
við sögu íslendinga í Vesturheimi
um 45 ára skeið.
Einar Páll, eins og hann var jafn-
an nefndur í daglegu tali, var fædd-
nr að Háreksstöðum á Jökuldal í
Norður-Múlasýslu 11. ágúst 1880.
Eoreldrar hans voru þau Jón Benja-
mínsson og Anna Jónsdóttir. Einar
var þannig hálfbróðir þeirra Gunn-
ars bónda á Fossvöllum, Þórarins
tónskálds á Seyðisfirði, Gísla rit-
stjóra og skálds í Winnipeg og
ísaks byggingarmeistara, manns frú
Jakobínu Johnson skáldkonu, en al-
^róðir sr. Sigurjóns fyrrum prests
a Kirkjubæ í Hróarstungu.
Árið 1902 settist Einar Páll í ann-
an bekk lærða skólans í Reykjavík,
stundaði hann nám í þeim skóla
1 þrjú ár. Mikið mannval var í lærða
skolanum þessi árin, og margir þeir,
þá sóttu skólann, urðu síðar
PJoðkunnir menn á ýmsum sviðum.
^að leikur ekki á tveimur tungum,
? skólaárin í Reykjavík höfðu djúp
a rif á Einar Pál. Á þessum árum
eignaðist hann marga vini, sem hann
elt traustu sambandi við alla ævi,
°g það mun naumast ofmælt, að
Þessi vináttubönd hafi ekki hvað
Sl2t valdið því, að Einari tókst alla
tíð að halda sig „í andlegri nálægð
við ísland“.
Eftir að skólavist lauk, dvaldist
Einar um árabil í Reykjavík. Fékkst
hann meðal annars mjög við ritstörf
og tók virkan þátt í stjórnmálum.
Fylgdi hann flokki landvarnar-
manna að málum.
Árið 1913 fluttist Einar til Vestur-
heims, og fjórum árum seinna gerð-
ist hann meðritstjóri vikublaðsins
Lögbergs í Winnipeg. Árið 1927
gerðist hann aðalritstjóri sama blaðs
og gegndi því starfi nær því óslitið
til æviloka.
Blaðamennsku Einars yrði ekki
gerð viðunandi skil nema í löngu
máli. Mun hér á eftir höfuðatriða
einna getið.
Dr. Richard Beck hefir í ágætri
grein, sem hann reit um Einar í Eim-
reiðina í júlí-september hefti 1942,
vikið allítarlega að ritstjórnargrein-
um hans, sem eru bæði fjölbreyti-
legar og efnismiklar. Það fer að
vonum um mann, sem hafði náin
kynni af lokaþætti íslenzkrar sjálf-
stæðisbaráttu, að honum yrði tíð-
rætt um „úrslitabaráttuna milli
frelsis og harðstjórnar", þegar
heimsmál bar á góma. Enda eru þær
margar greinarnar, sem sýna lýð-
ræðissinnan Einar Pál, og er hann
í þeim greinum hvergi myrkur í
máli, eins og jafnvel má sjá af fyrir-
sögnum einum eins og t. d. „Hug-
sjón gegn hnefa“ (21. maí 1942) og
„Prófraun lýðræðisins" (13. febrúar
1941).