Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 27
einar páll jónsson ritstjóri og skáld
9
pistil sinn „í andlegri nálægð við
ísland“.
Maðurinn Einar Páll verður æ
minnisstæður þeim, sem kynntust
honum. Hann var sérstæður per-
sónuleiki og enginn hversdagsmað-
ur. I kunningjahópi var hann manna
ræðnastur, og menn hlýddu gjarna
á mál hans, því að hann kunni frá
ttiörgu að segja og var óspar á sömu
kjarnyrðin, sem honum voru svo
töm í rituðu máli. Hann var geð-
hrigðamaður, eins og títt er um
listamenn, en lundin var tamin, og sú
hliðin vissi jafnan út, sem er í ætt
við sólarljósið og gleðina.
Þrátt fyrir næstum hálfrar aldar
dvöl í fjarska við ísland, var Einar
Páll fyrst og fremst íslendingur.
Hann var óaðskiljanlegur hluti hins
vestur-íslenzka umhverfis, og hann
setti mikinn svip á þetta umhverfi.
Hann þekkti alla, og allir þekktu
hann, ef svo mætti segja. Þegar
raddir slíkra manna þagna, er sem
hreyting verði á náttúrulögmálinu,
Því að vér sjáum fyrst og fremst
skarðið, sem höggvið er, og þetta
skarð breytir svo miklu. Maður
kemur að vísu í manns stað, en um
Húla endurheimt er aldrei að ræða.
En hér er hvorki stund né staður
íyrir harmtölur. Þessi ber að minn-
ast> að starfsdagur Einars Páls Jóns-
sonar varð miklu lengri en margra
annarra, því að starfskröftum hélt
hann lítt skertum, þangað til síðasta
arið, sem hann lifði.
Fyrir alllöngu síðan orti Einar eitt
af fegurstu ljóðum sínum, „Við leiði
móður minnar“. Þar er í þetta erindi:
„Skammt er bilið milli morgna og
nátta.
Mistur-hjúpinn vestræn elding
klýfur.
Þögul kennd um þankareit minn
svífur;
þreyttum syni bráðum mál að
hátta.“
Náttmál voru ekki á næsta leiti,
þegar kvæðið var ort, en þegar leið
að þeim, mátti greina, að þreyta
færðist yfir Einar Pál. Sú þreyta
var þó aðeins líkamleg. Andlegu
fjöri hélt hann að kalla til hinztu
stundar.
Einar Páll Jónsson var tvíkvænt-
ur. Fyrri kona hans var Sigrún
Marin Baldwinson, dóttir Baldwins
Baldwinssonar, ritstjóra, þingmanns
og fylkisritara í Manitoba. Seinni
kona hans var Ingibjörg Vil-
hjálmsdóttir Sigurgeirsson, fyrrum
kennslukona og síðar meðritstjóri
Lögbergs. Frú Ingibjörg, sem var
mjög samhent manni sínum í starfi,
tók við aðalritstjórn Lögbergs við
lát hans og er nú ritstjóri hins sam-
einaða blaðs Lögberg-Heimskringla.
Þjóðræknisfélag íslendinga í Vest-
urheimi mun ávallt minnast Einars
Páls Jónssonar með þökk og virð-
ingu. Það munu og allir gera, sem
kynntust honum.