Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 29
Prófessor RICHARD BECK:
Aldarminning
Þorsteins Erlingssonar
1858 — 1914 — 1958
1 fyrra haust voru liðin 100 ár frá
fæðingu Þorsteins Erlingssonar; eins
og vera bar, var aldarafmælis þess
vinsæla merkisskálds minnzt með
ýmsum hætti heima á íslandi.
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi
ritaði allmikla bók um skáldið, er
út kom á vegum Máls og menningar
og hefir hlotið góða
blaðadóma, en, þv/
miður, hefi ég hana
ekki við höndina,
þegar þetta er skrif-
að. ísafoldarprent-
smiðja gaf út rit
Þorsteins í þrem
bindum, og sá Tóm-
as Guðmundsson
skáld um útgáfu rit-
safnsins.
Á sjálfan aldar-
^fmælisdaginn, 27.
sapt. 1958, efndu
sveitungar Þorsteins til minningar-
hátíðar um hann austur að Hlíðar-
endakoti, þar sem afhjúpaður var
niinnisvarði, brjóstmynd á stöpli, af
skáldinu, og vígður Þorsteinslund-
Ur> sem er afgirtur reitur umhverfis
varðann hjá fossinum Drífanda.
Kafði stjórn Rangæingafélagsins í
^eykjavík annazt undirbúning og
framkvæmdir hátíðarinnar, en for-
^naður félagsins er Björn Þorsteins-
son sagnfræðingur. Fjöldi manns
sótti minningarhátíðina, og var for-
seti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs-
son, meðal samkomugesta. Annars
er þessari virðulegu hátíð vel lýst
í eftirfarandi frásögn í Suðurlandi
(4. okt. 1958);
„Klukkan þrjú setti Hákon Guð-
mundsson hæsta-
réttarritari sam-
komuna. Þvínæst
s ö n g söngflokkur
Rangæinga f élagsins
(tvöfaldur k a r 1 a -
kvartett) héraðs-
söng Rangæinga. Þá
flutti B j ö r n Þor-
steinsson r æ ð u .
Lauk henni með því
að hann bað Svan-
hildi dóttur Þor-
steins Erlingssonar
að afhjúpa varðann,
en hann er gerður af frk. Nínu
Sæmundsson frá Nikulásarhúsum,
næsta bæ við Hlíðarendakot. Er
þetta brjóstmynd úr bronsi á stein-
stöpli Og er letruð á stöpulinn þessi
hending úr kvæðum Þorsteins:
Mig langar að sá enga lygi þar finni,
sem lokar að síðustu bókinni minni.
Eftir afhjúpun varðans söng Sig-
urður Björnsson nokkur lög við