Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 32
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA árum er að finna í sérstökum kafla í fjórðu útgáfu Þyrna og einnig í hinu nýja ritsafni skáldsins. Þessi fyrstu prentuðu kvæði hans bera, eins og þegar er gefið í skyn, merki áhrifa frá Steingrími Thor- steinsson um rómantísk yrkisefni, en jafnframt benda þau fram á við, og getur glöggt auga greint þar mörg helztu sérkenni, er svipmerktu seinni og þroskaðri kvæði skáldsins. Dr. S. Nordal hefir laukrétt að mæla, er hann segir í fyrrgreindri inn- gangsritgerð sinni: „Þorsteinn gekk alveg fram hjá æskuljóðum sínum, er hann gaf Þyrna út. í þeim kemur samt fram ýmislegt, sem telja má til aðalþátta í skáldskap hans alla tíð, þótt hann hefði ekki enn þá fundið því svo fullkominn og sérstæðan búning sem síðar varð: draumlyndi, viðkvæmni með nokkrum þunglyndisblæ, sökn- uður æsku og æskugleði. Hann yrkir um farfuglinn, sem ísland seiðir til sín, þótt hans bíði þar mislynd veðr- átta og hrjóstrug náttúra. En dýrin og framar öllu fuglarnir urðu hon- um löngum að yrkisefni. Ættjarðar- ást hans er þegar heit og vakandi, og pilturinn, sem aldrei hafði komið út fyrir landsteinana, þorir að segja um ísland þessi einföldu og mátt- ugu orð: Það líkist engum löndum. í vísunni „Nú tjaldar foldin fríða“ togast glaðlyndið á við bölsýnina. Og í kvæðinu til Jóns söðlasmiðs í Hlíðarendakoti, sem Þorsteinn sendi honum heim, nýkominn til Hafnar, koma fram tryggð og ræktarsemi, sem alla ævi voru grunntónar í eðli hans. Þess sjást ekki merki, að Þor- steinn hafi á skólaárum sínum orðið snortinn af þeim kvæðum Stein- gríms og vísum, sem voru ádeilur og napurt háð, svo að hann tæki sér þau til fyrirmyndar. Hið fagra, þýða og klökkva virtist samræmara eðlis- fari hans.“ í þessum æskuljóðum Þorsteins, sem mörg hver eru löngu orðin al- menningseign og lifa áfram á vörum íslendinga beggja megin hafsins, var það vorblærinn, mildur og hlýr, er, um annað fram, ómaði í hörpuhljóm- um skáldsins. En í þeim kvæðunum, sem hann sendi heim um haf eftir nokkurra ára dvöl í Kaupmanna- höfn, kvað heldur en ekki við annan tón. Nú geisaði hvassviðrið í strengj- um hans, svo að mörgum þótti meir en nóg um þann storm, sem þar stóð af hafi. Þorsteinn hóf nám í Hafnarhá- skóla haustið 1883 og lagði stund á lögfræði, en seinna hneigðist hugur hans að málfræði og bókmenntum, sérstaklega norrænum fræðum. Leið heldur eigi á löngu, þar til hann hvarf algerlega frá háskólanáminu, af ástæðum, sem síðar verða greind- ar, og helgaði sig ritstörfunum. Háðx hann á síðari árum sínum í Kaup- mannahöfn harða baráttu við fa* tækt, er svarf svo að honum, að hann beið varanlegt tjón á heilsu sinm- Þorsteinn fluttist heim til íslands alfarinn árið 1896 og vann við blaða- mennsku næstu árin. Hann var rit- stjóri vikublaðsins Bjarka á SeyðiS' firði rúm þrjú ár, 1896—1899, dvaldx í Reykjavík aldamótaveturinn, stofn- aði blaðið Arnfirðing á Bílduda haustið 1901 og var ritstjóri þess ti sumarsins 1902, er hann fluttist ti Reykjavíkur, og átti þar heima jafm an síðan; hann gaf Arnfirðing út þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.