Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 32
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
árum er að finna í sérstökum kafla
í fjórðu útgáfu Þyrna og einnig í
hinu nýja ritsafni skáldsins.
Þessi fyrstu prentuðu kvæði hans
bera, eins og þegar er gefið í skyn,
merki áhrifa frá Steingrími Thor-
steinsson um rómantísk yrkisefni, en
jafnframt benda þau fram á við, og
getur glöggt auga greint þar mörg
helztu sérkenni, er svipmerktu
seinni og þroskaðri kvæði skáldsins.
Dr. S. Nordal hefir laukrétt að mæla,
er hann segir í fyrrgreindri inn-
gangsritgerð sinni:
„Þorsteinn gekk alveg fram hjá
æskuljóðum sínum, er hann gaf
Þyrna út. í þeim kemur samt fram
ýmislegt, sem telja má til aðalþátta
í skáldskap hans alla tíð, þótt hann
hefði ekki enn þá fundið því svo
fullkominn og sérstæðan búning sem
síðar varð: draumlyndi, viðkvæmni
með nokkrum þunglyndisblæ, sökn-
uður æsku og æskugleði. Hann yrkir
um farfuglinn, sem ísland seiðir til
sín, þótt hans bíði þar mislynd veðr-
átta og hrjóstrug náttúra. En dýrin
og framar öllu fuglarnir urðu hon-
um löngum að yrkisefni. Ættjarðar-
ást hans er þegar heit og vakandi,
og pilturinn, sem aldrei hafði komið
út fyrir landsteinana, þorir að segja
um ísland þessi einföldu og mátt-
ugu orð:
Það líkist engum löndum.
í vísunni „Nú tjaldar foldin fríða“
togast glaðlyndið á við bölsýnina.
Og í kvæðinu til Jóns söðlasmiðs í
Hlíðarendakoti, sem Þorsteinn sendi
honum heim, nýkominn til Hafnar,
koma fram tryggð og ræktarsemi,
sem alla ævi voru grunntónar í eðli
hans. Þess sjást ekki merki, að Þor-
steinn hafi á skólaárum sínum orðið
snortinn af þeim kvæðum Stein-
gríms og vísum, sem voru ádeilur og
napurt háð, svo að hann tæki sér
þau til fyrirmyndar. Hið fagra, þýða
og klökkva virtist samræmara eðlis-
fari hans.“
í þessum æskuljóðum Þorsteins,
sem mörg hver eru löngu orðin al-
menningseign og lifa áfram á vörum
íslendinga beggja megin hafsins, var
það vorblærinn, mildur og hlýr, er,
um annað fram, ómaði í hörpuhljóm-
um skáldsins. En í þeim kvæðunum,
sem hann sendi heim um haf eftir
nokkurra ára dvöl í Kaupmanna-
höfn, kvað heldur en ekki við annan
tón. Nú geisaði hvassviðrið í strengj-
um hans, svo að mörgum þótti meir
en nóg um þann storm, sem þar stóð
af hafi.
Þorsteinn hóf nám í Hafnarhá-
skóla haustið 1883 og lagði stund á
lögfræði, en seinna hneigðist hugur
hans að málfræði og bókmenntum,
sérstaklega norrænum fræðum. Leið
heldur eigi á löngu, þar til hann
hvarf algerlega frá háskólanáminu,
af ástæðum, sem síðar verða greind-
ar, og helgaði sig ritstörfunum. Háðx
hann á síðari árum sínum í Kaup-
mannahöfn harða baráttu við fa*
tækt, er svarf svo að honum, að hann
beið varanlegt tjón á heilsu sinm-
Þorsteinn fluttist heim til íslands
alfarinn árið 1896 og vann við blaða-
mennsku næstu árin. Hann var rit-
stjóri vikublaðsins Bjarka á SeyðiS'
firði rúm þrjú ár, 1896—1899, dvaldx
í Reykjavík aldamótaveturinn, stofn-
aði blaðið Arnfirðing á Bílduda
haustið 1901 og var ritstjóri þess ti
sumarsins 1902, er hann fluttist ti
Reykjavíkur, og átti þar heima jafm
an síðan; hann gaf Arnfirðing út þar