Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 33
aldarminning þorsteins erlingssonar
15
fram í janúar 1903, en þá hætti
hann ritstjórn með öllu.
Blaðamennskan var Þorsteini lítt
að skapi, enda þótti mönnum ekki
kveða eins mikið að honum á því
sviði eins og þeir höfðu vænzt eftir,
°g má þó ýmislegt gott segja um
blöð þau, er hann stýrði. Einnig er
ekki nema sanngjarnt að taka með
í reikninginn aðstæður hans við
blaðamennskuna. Bendir Jón Jóns-
Son_ fyrrv. alþingismaður frá Sleð-
örjót réttilega á það í athyglisverðri
^inningargrein, sem hann skrifaði
Um Þorstein í tímaritið Skuggsjá
(febr. 1917). Bregður sá kafli grein-
annnar, er hér um ræðir, einnig upp
afakanlegri mynd af heilsufari Þor-
steins, en þannig falla Jóni orð:
»Jafnan tók Þorsteinn því vel, ef
eitthvað var fundið að ritstörfum
nans. Mörgum er þekktu Þ. Erl. urðu
Pað vonbrigði, að blaðamennska
nans varð ekki áhrifameiri en hún
ya_r- Þorsteinn var allra manna
róðastur um landsmál og landshagi,
víðsýnn og vel menntaður, og það
bæði gagn og gaman að ræða við
ann um stjórnmál og mannfélags-
^álj skáldskap og margt annað. Út
Ur þessum umræðum barst einu
Slnni í tal, bæði í gamni og alvöru,
okkar um blaðamennsku hans.
j e§ sagði þá við hann eitthvað á þá
. > að þegar hann væri að tala við
og aðra um landsmál, væri hann
0 fróður og víðsýnn, að unun væri
• En þegar hann færi að skrifa um
Sama efni í blaðið, væri það oft svo
ýigalítið. Ég sagði þetta svo góð-
^ ega sem ég kunni, því mér
ar Elýtt til Þorsteins og unni hon-
nm
þ " sæmdar og gengis i hvívetna.
orsteinn brosti, en var eins og hálf-
Ungt um svar. „Þetta eru nú
skammir, Jón,“ sagði hann. „En því
er nú ver, að þær eru að miklu sann-
ar, og alltaf finnur maður nú þegar
skammirnar eru af góðum hug sagð-
ar. En gáðu nú að ástæðunum. Þú
veizt hvernig heilsan mín er, hefir
heyrt hóstann og séð blóðuppgang-
inn, sem þreytir mig á morgnana. Og
þegar ég kem á fætur er ég lengi
að jafna mig. Og svo koma blessaðir
gestirnir allan daginn. Þið komið
margir kærir kunningjar og þar ut-
an ýmsir í ýmsum erindum, sumir
að biðja einhverrar smábónar og
sumir bara til að „rövla“ um ein-
hverja vitleysu. En ég verð að gæta
gestrisnis-skyldunnar, og allra bón
langar mig til að gera, ef þeir eiga
bágt. Svona líður dagurinn, og
kvöldið kemur og oft hefur ekkert
orðið úr verki. Þá verð ég að fara
að skrifa í blaðið andlega og líkam-
lega þreyttur, og því verða ritgerð-
irnar eins og kvæðin, þegar skáld-
gyðjan er tekin nauðungartaki.“
Eftir að Þorsteinn fluttist til
Reykjavíkur, þar sem hann átti
heima til dauðadags, 28. sept. 1914,
vann hann að miklu leyti fyrir sér
og sínum með tímakennslu, og vita
allir, sem við hana hafa fengizt, hve
þreytandi hún er, og lítt til þess
fallin að blása skáldi byr undir
vængi til frjósamrar andlegrar iðju.
Frá árinu 1895 að telja naut Þor-
steinn að sönnu nokkurra skálda-
launa úr landssjóði, en þau náðu
skammt til þess að gera honum
kleift að sjá sér og sínum farborða.
Voru skáldalaun þessi bæði skorin
við nögl og umdeild á Alþingi, skáld-
inu mjög til ama og gremju. Rétt er
að geta þess hér, að vinir og vel-
unnarar Þorsteins í hópi landa hans
vestan hafsins sendu honum eitt