Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 36
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA um síðar í Eimreiðinni. Kvæði þessi, hvort heldur þau voru í ádeilustíl eða ljóðræn að eðli, sýndu deginum ljósar, að skáldið hafði fundið sjálft sig til fullnustu, enda féllu þau í frjóan jarðveg hjá löndum hans beggja megin hafsins. Hér var að verki skáld, er var hvort tveggja í senn harðskeyttur en vorhugaður uppreisnarmaður og fágætur ljóð- snillingur. „íslenzk þjóð hlustaði hugfangin, þó að á misjafna strengi væri slegið. Sumir voru grátklökkir. Aðrir fagnandi. Það var hressandi, morgunkenndur snilldar-hreimur í orðalaginu, hvað sem maðurinn var að segja. Þeir, sem voru meira og minna reiðir, hlustuðu líka. Þeir létu bugast af dularmagni listarinnar,“ segir Einar H. Kvaran rithöfundur í minningargrein sinni um Þorstein (Lögréita, 7. okt. 1914). Allt varð þetta enn þá auðsærra, þegar Þyrnar Þorsteins komu út í fyrsta sinn 1897, og í kjölfar þeirrar útgáfu þrjár auknar útgáfur þeirra, 1905, 1918 og 1943. Að sjálfsögðu eru þeir einnig í hinu nýja ritsafni Þor- steins (1958), ásamt með hinum merkilega kvæðaflokki hans Eiðn- um, er áður hafði komið út þrem sinnum, 1913, 1925 og 1937. í hinu nýja ritsafni hans eru einnig flest rit hans í óbundnu máli, og enn fremur nokkrar ritgerðir hans. í fyrstu útgáfu Þyrna eru mörg merkustu og sérkennilegustu kvæði Þorsteins Erlingssonar, og þar lýsa sér jafnframt ágætlega megin- straumarnir tveir í skáldskap hans: Ljóðræni og þjóðlegi strengurinn og ádeilan og byltingahugurinn; skipa þessi fjarskyldu kvæði hans að efni til nokkurn veginn jafnt rúm í safn- inu. Hér eru, annars vegar, sum af snilldarlegustu ættj arðarkvæðurn hans, náttúru- og ástaljóðum, svo sem „Lágnætti“, „Sólskríkjan", „Vorkvæði“ og „Mansaungvar“; og, hins vegar, byltingakvæðin, sem flytja hugsjónir hans og rök, sam- hliða hvössum þjóðfélagslegum á- deilum, „Örlög guðanna“, „Arfur- inn“, „Skilmálarnir“, „Örbirgð og auður“, „Vestmenn” og „Á spítalan- um“, en í þeim ræðst höfundurinn vægðarlaust á þröngsýni og hræsm í trúarefnum, og ranglætið í þjóö- félagsmálum. Hann var jafn róttæk- ur í trúmálum sem þjóðmálum, vo djarflega á báðar hendur og vildi steypa af stóli öllum harðstjórum- Hann réðist jöfnum höndum og jafn óvægilega á konungsvald, auðvald og kirkjuna. Þeim skyldi af veldis- stóli hrundið með allsherjar byli' ingu, en frelsi og jafnrétti skipað i öndvegissess. Eins og vænta mátti, mættu harð- vítugar árásir Þorsteins á þjóðfe- lagsstofnanir og gamalgrónar skoð- anir, ekki sízt í trúarefnum, harðri mótspyrnu og sætti hann fyrir Þa® bæði misskilningi og hlaut í ríkum mæli heiptaryrði og fordæmiugu andstæðinga sinna. En eftir því, sem frá hefir liðið, hafa dómarnir um þau kvæði hans orðið hófsamlegru enda hafa sjónarmiðin að ýmsu ley*1 breytzt, síðan þau kvæði voru ort og birt upprunalega. Og á hinn bóginU átti Þorsteinn einnig frá uppha 1 vega fjölda skapheitra og trúrra a dáenda, enda er óneitanlega marg aðdáunarvert um þessi ádeilukvæ 1 hans: eldmóðurinn og mælskan tjáningu skoðana hans og djúp sain úð hans með öllu, sem anda dreguÞ hinum snauðu, veiku, samúð, se tekur ekki aðeins til olnbogabaru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.