Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 36
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
um síðar í Eimreiðinni. Kvæði þessi,
hvort heldur þau voru í ádeilustíl
eða ljóðræn að eðli, sýndu deginum
ljósar, að skáldið hafði fundið sjálft
sig til fullnustu, enda féllu þau í
frjóan jarðveg hjá löndum hans
beggja megin hafsins. Hér var að
verki skáld, er var hvort tveggja í
senn harðskeyttur en vorhugaður
uppreisnarmaður og fágætur ljóð-
snillingur. „íslenzk þjóð hlustaði
hugfangin, þó að á misjafna strengi
væri slegið. Sumir voru grátklökkir.
Aðrir fagnandi. Það var hressandi,
morgunkenndur snilldar-hreimur í
orðalaginu, hvað sem maðurinn var
að segja. Þeir, sem voru meira og
minna reiðir, hlustuðu líka. Þeir létu
bugast af dularmagni listarinnar,“
segir Einar H. Kvaran rithöfundur
í minningargrein sinni um Þorstein
(Lögréita, 7. okt. 1914).
Allt varð þetta enn þá auðsærra,
þegar Þyrnar Þorsteins komu út í
fyrsta sinn 1897, og í kjölfar þeirrar
útgáfu þrjár auknar útgáfur þeirra,
1905, 1918 og 1943. Að sjálfsögðu eru
þeir einnig í hinu nýja ritsafni Þor-
steins (1958), ásamt með hinum
merkilega kvæðaflokki hans Eiðn-
um, er áður hafði komið út þrem
sinnum, 1913, 1925 og 1937. í hinu
nýja ritsafni hans eru einnig flest rit
hans í óbundnu máli, og enn fremur
nokkrar ritgerðir hans.
í fyrstu útgáfu Þyrna eru mörg
merkustu og sérkennilegustu kvæði
Þorsteins Erlingssonar, og þar lýsa
sér jafnframt ágætlega megin-
straumarnir tveir í skáldskap hans:
Ljóðræni og þjóðlegi strengurinn og
ádeilan og byltingahugurinn; skipa
þessi fjarskyldu kvæði hans að efni
til nokkurn veginn jafnt rúm í safn-
inu. Hér eru, annars vegar, sum
af snilldarlegustu ættj arðarkvæðurn
hans, náttúru- og ástaljóðum, svo
sem „Lágnætti“, „Sólskríkjan",
„Vorkvæði“ og „Mansaungvar“; og,
hins vegar, byltingakvæðin, sem
flytja hugsjónir hans og rök, sam-
hliða hvössum þjóðfélagslegum á-
deilum, „Örlög guðanna“, „Arfur-
inn“, „Skilmálarnir“, „Örbirgð og
auður“, „Vestmenn” og „Á spítalan-
um“, en í þeim ræðst höfundurinn
vægðarlaust á þröngsýni og hræsm
í trúarefnum, og ranglætið í þjóö-
félagsmálum. Hann var jafn róttæk-
ur í trúmálum sem þjóðmálum, vo
djarflega á báðar hendur og vildi
steypa af stóli öllum harðstjórum-
Hann réðist jöfnum höndum og jafn
óvægilega á konungsvald, auðvald
og kirkjuna. Þeim skyldi af veldis-
stóli hrundið með allsherjar byli'
ingu, en frelsi og jafnrétti skipað i
öndvegissess.
Eins og vænta mátti, mættu harð-
vítugar árásir Þorsteins á þjóðfe-
lagsstofnanir og gamalgrónar skoð-
anir, ekki sízt í trúarefnum, harðri
mótspyrnu og sætti hann fyrir Þa®
bæði misskilningi og hlaut í ríkum
mæli heiptaryrði og fordæmiugu
andstæðinga sinna. En eftir því, sem
frá hefir liðið, hafa dómarnir um
þau kvæði hans orðið hófsamlegru
enda hafa sjónarmiðin að ýmsu ley*1
breytzt, síðan þau kvæði voru ort og
birt upprunalega. Og á hinn bóginU
átti Þorsteinn einnig frá uppha 1
vega fjölda skapheitra og trúrra a
dáenda, enda er óneitanlega marg
aðdáunarvert um þessi ádeilukvæ 1
hans: eldmóðurinn og mælskan
tjáningu skoðana hans og djúp sain
úð hans með öllu, sem anda dreguÞ
hinum snauðu, veiku, samúð, se
tekur ekki aðeins til olnbogabaru