Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 38
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
„Hans jafnaðarmennska var aldrei
neitt nálægt því „þitt er mitt', en
„mitt er þitt“ gat hann sagt hvenær
sem var, enda sagði hann: Ég hef
aldrei skilið aðra jafnaðarmennsku
en þá, sem Kristur kenndi: „Sá yðar,
sem á tvo kirtla, gefi hinum annan,
sem engan á.“ Og eins sagði hann,
að hægt væri að gerbreyta öllum
heiminum, ef menn vildu hlýða
þessu eina boði Krists: „Það, sem
þér viljið að mennirnir geri yður,
það skulið þér og þeim gera.“ Þor-
steinn las oft í Biblíunni, einkum
guðspöllunum, og kunni langa kafla
úr þeim utanbókar. Svo mikið kunni
hann úr þeim, að sr. Haraldur Níels-
son undraðist stórum. Oft sagði
hann, að sér fyndist hann geta alveg
séð hvaða setningar í guðspjöllunum
væru eftir Meistarann sjálfan, því
svo bæru þær af öðru.
Sr. Haraldur Níelsson og Þor-
steinn voru góðir vinir, og voru
mjög samrýmdir á mörgum sviðum.
Mat Þorsteinn mikils hita sr. Har-
alds, einlægni, hreinskilni og á-
huga. Sr. Haraldur var líka alveg
óvenjulega ljóðelskur maður og
smekkvís.
Á síðari árum hafa ýmsir viljað
halda því fram, að Þorsteinn hafi
verið andvígur kristindómi. Ég get
ekki hugsað mér meiri fjarstæðu."
Þá er um ræðir trúarskoðanir
Þorsteins, má einnig minna á eftir-
farandi ummæli Jóns frá Sleðbrjót
í grein hans um skáldið:
„En þó Þorsteinn væri andvígur
kirkju og kristindómi kirkjunnar og
væri stundum sárbeittur við klerka,
kom það aldrei fram þannig, að hann
legði presta í einelti eða reyndi að
finna þeim allt til foráttu. Hann
virti þá marga mjög mikils, og var
vinur margra þeirra, er því gátu
tekið, og tók oft svari þeirra, er þeir
voru ekki við. Það lá í eðli hans djúp
fyrirlitning á aðferð þeirra, sem
reyna við öll tækifæri að hnekkja
áliti og mannorði andstæðinga sinna.
Hann hataði málefni og stefnur en
ekki mennina. Ég held ég hafi aldrei
kynnzt manni, sem eins hafi verið
laus við að hata nokkurn einstakling
eins og Þorsteinn var.“ — Fleiri hafa
tekið í sama streng í ummælum sín-
um um afstöðu hans til málefna og
einstaklinga.
Meðal merkustu og athyglisverð-
ustu kvæða Þorsteins í fyrsta ljóða-
safni hans (og raunar í öllum skáld-
skap hans) er sögukvæðið „Jörund-
ur“, en þar nýtur þjóðfélagsádeila
hans sín ágætlega, og skyldleikinn
við Byron leynir sér ekki, sérstak-
lega hið fræga skáldverk hans Don
Juan. Áhrif Byrons á Þorsteins,
einkum að því er snertir skáldskap-
arstílinn, eru þó mest áberandi i
kvæðaflokkinum Eiðnum, en gætir
einnig í kvæðinu „Eden“.
Innan spjalda fyrstu útgáfu Þyr*13
var óneitanlega að finna mörg st
snjöllustu, vinsælustu og áhrifa-
mestu kvæðum skáldsins, en eigi ma
lesandanum þó sjást yfir það, að i
seinni útgáfunum eru mörg ný
kvæði og ágæt, svo sem „Við foss-
inn“, „Jól“ og „Aldaslagur“, aU^
anarra náttúrulýsinga, ættjarðar-
ljóða og tækifæriskvæða, er svip'
merkjast af þeim sterka ljóðraena
streng, sem sérkenndi skáldið Þ
dánardægurs.
Þjóðfélagsádeilur Þorsteins fra
síðari árum eru með mildari blse en
hinar eldri, eða öllu heldur í léttarl
tón, að sumu leyti vegna þess, a
skáldið hafði lært af Byron að bei a