Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 39
aldarminning þorsteins erlingssonar
21
fimlega vopnum meinfyndinnar
kaldhæðni, og einnig sökum þess,
að þjóðfélagsástandið á íslandi, þó
að margt þyrfti þar umbóta, var
ekki eins eggjandi til hvassyrtra
árása eins og ástandið í Danmörku
hafði verið á fyrri árum skáldsins.
Dr. S. Nordal hefir gert þessari hlið-
inni á ævi og skáldskap Þorsteins
ágæt skil í ritgerð sinni um hann,
og fer, meðal annars, um það mál,
þessum eftirtektarverðu orðum:
„Skoðanir hans voru alveg ó-
breyttar, en sá heimur, þar sem
ranglætið var nógu þrútið til þess
að magna hann til árása, sá flokkur
manna, sem von var um, að eggjun
til uppreisnar biti á, voru honum of
fjarlægir til þess að verða að yrkis-
efni. Þegar hann var beðinn að yrkja
kvæði til Friðriks konungs áttunda
sumarið 1907, gat hann staðið eitt-
hvað svipað að vígi sem í höfn:
Fylkir vor! í öllum okkar sögum
er þeim kóngum fegurst merki reist,
sem hin sterka sveigðu fyrir lögum,
sem hinn smæsti gat að fullu treyst.
Tónninn er mjúkur og fyllstu
háttvísi gætt, enda var þessi kon-
Ungur gestur íslendinga og ekki
verndari neinnar Estrups-stjórnar.
Mér er nær að halda, að Friðrik átt-
Unda hefði þótt þetta bezta kvæðið,
Sem honum var flutt á íslandi, ef
aðrir hefðu ekki verið of vandlátir
^ Þess að lofa honum að heyra það
°g sjá. — Og ef Þorsteinn Erlings-
son hefði lifað 10—20 ár lengur, horft
yaxandi misrétti og stærri átök í
Þjóðfélaginu, er enginn vafi á því,
kann hefði alltaf staðið í flokki
^eð hinum róttækustu umbóta-
mÖnnum.“
Nei, Þorsteinn Erlingsson hélt
fullri tryggð við æskuhugsjónir sín-
ar. Social-Demokraien, málgagn
danskra jafnaðarmanna, var honum
hugþekkur lestur til hins síðasta;
hann studdi ákveðið og drengilega
verkalýðshreyfinguna á íslandi; og
að sama skapi sjálfstæðiskröfur ís-
lendinga, enda var það í samræmi
við djúpa þjóðernistilfinningu hans.
Kvæðið „Landvarnarmaðurinn", ort
tæpu ári áður en hann lézt, ber því
vitni, að baráttuhugurinn var óbil-
aður og trúnaðurinn við þjóðfélags-
legar umbótahugsjónir óbreyttur.
Meginstraumarnir í skáldskap
Þorsteins lýsa sér ljóst í Eiðnum,
en það er flokkur kvæða um ásta-
sorgir, og fléttast þar saman ljóðræn
fegurð og þjóðfélagsádeila. Hina
skáldlegu fegurð er einkum að finna
í ástakvæðunum, sem þrungin eru
heitri tilfinningu og klædd í snilld-
arlegt ljóðform. í ádeilunum gætir
ósjaldan byronskra áhrifa bæði í stíl
og blæ kvæðanna, í duttlungakennd-
um samruna glettni og alvöru, gulls
og sora.
Þorsteinn Erlingsson taldi sig
vera, og að mörgu leyti réttilega,
fylgjanda Georgs Brandesar og
raunsæisstefnu hans; en í áhuga
Þorsteins á málum alþýðunnar og
jafnaðarmennsku skildi á með hon-
um og meistaranum, er aldrei að-
hylltist þær skoðanir og hneigðist
meira að segja, á síðari árum, að
ofurmennadýrkun. Auk þess mat
Þorsteinn jafnan mikils og dáði hin
eldri íslenzku samtíðarskáld sín, er
öll ortu í anda rómantísku stefnunn-
ar. Hann var alla daga mikill aðdá-
andi fortíðarinnar, og sambærileg
var ást hans á íslenzkum fornbók-
menntum og menningu. Þannig var