Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 46
Prófessor STEFÁN EINARSSON: Aldarminning Einars Hjörleifssonar Kvaran Fyrir hundrað árum síðan — 6. desember 1859 — fæddist maður, sem átti eftir að verða einn af allra merkustu andans mönnum og leið- togum íslenzku þjóðarinnar um hálfrar aldar skeið eða frá því um 1888—1938. Maðurinn var Einar Hjörleifsson Kvaran. Hann spratt upp úr íslenzk- um sveitajarðvegi og átti á uppvaxt- arárum að búa við kjör, sem fáir núlifandi íslendingar kunna að gera sér grein fyrir: andlega og líkam- lega einangrun, sem óhugsandi er nú, með útvarp jafnvel í afskekkt- ustu sveitum. Var hann þó fæddur á einu ríkasta og mannflesta prests- setri austan lands, á stað Stefáns Ól- afssonar skálds, Vallanesi á Völlum, Fljótsdalshéraði. Átti afi hans og al- nafni, presturinn, sjö sonu og fjórar dætur, hafði átta vinnumenn og sennilega jafnmargar vinnukonur, en taldi fram tíu kýr (sennilega jafnmarga hesta) og 450 sauðfjár. Jafnaðist hann fyllilega á við aðra ríka presta þar um sveitir, en ekki hafði hann þó sent nema einn sona sinna, Hjörleif, föður Einars, 1 latínu- og prestaskóla. Varð séra Einar ekki föðurbetrungur í þessu, því faðir hans, Hjörleifur Þorsteins- son á Hjaltastað, hafði sent tvo sonu í skóla, þótt ekki yrði nema annar prestur. Þó jafnaðist hvorugur þess- ara feðga á við afann, séra Þorstein Stefánsson, er verið hafði fyrst að- stoðarprestur hjá séra Hjörleif1 Þórðarsyni á Valþjófsstað, ríkasta presti, mesta fræðimanni og skáldi austan lands, og átti dóttur hans Margréti, en síðar varð hann prest- ur á Krossi í Landeyjum. Þau hjon- in sendu fjóra sonu sína í skóla, on þrír urðu prestar. Séra Hjörleifui Þórðarson sendi engan sinna sona í skóla, þótt ríkur væri. En séra Hjörleifur Einarsson, faðir Einars Kvaran, sendi fjóra sonu sína í skóla og urðu tveir prestar, einn lseknir og einn rithöfundur. Allir voru þess- ir menn af ætt séra Einars Sigurðs- sonar í Eydölum. Séra Hjörleifur Þórðarson var fimmti maður fra honum, en Einar Kvaran og brseður hans tíundi liður. Annars er ein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.