Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 46
Prófessor STEFÁN EINARSSON:
Aldarminning
Einars Hjörleifssonar Kvaran
Fyrir hundrað árum síðan — 6.
desember 1859 — fæddist maður,
sem átti eftir að verða einn af allra
merkustu andans mönnum og leið-
togum íslenzku þjóðarinnar um
hálfrar aldar skeið eða frá því um
1888—1938.
Maðurinn var Einar Hjörleifsson
Kvaran. Hann spratt upp úr íslenzk-
um sveitajarðvegi og átti á uppvaxt-
arárum að búa við kjör, sem fáir
núlifandi íslendingar kunna að gera
sér grein fyrir: andlega og líkam-
lega einangrun, sem óhugsandi er
nú, með útvarp jafnvel í afskekkt-
ustu sveitum. Var hann þó fæddur
á einu ríkasta og mannflesta prests-
setri austan lands, á stað Stefáns Ól-
afssonar skálds, Vallanesi á Völlum,
Fljótsdalshéraði. Átti afi hans og al-
nafni, presturinn, sjö sonu og fjórar
dætur, hafði átta vinnumenn og
sennilega jafnmargar vinnukonur,
en taldi fram tíu kýr (sennilega
jafnmarga hesta) og 450 sauðfjár.
Jafnaðist hann fyllilega á við aðra
ríka presta þar um sveitir, en ekki
hafði hann þó sent nema einn sona
sinna, Hjörleif, föður Einars, 1
latínu- og prestaskóla. Varð séra
Einar ekki föðurbetrungur í þessu,
því faðir hans, Hjörleifur Þorsteins-
son á Hjaltastað, hafði sent tvo sonu
í skóla, þótt ekki yrði nema annar
prestur. Þó jafnaðist hvorugur þess-
ara feðga á við afann, séra Þorstein
Stefánsson, er verið hafði fyrst að-
stoðarprestur hjá séra Hjörleif1
Þórðarsyni á Valþjófsstað, ríkasta
presti, mesta fræðimanni og skáldi
austan lands, og átti dóttur hans
Margréti, en síðar varð hann prest-
ur á Krossi í Landeyjum. Þau hjon-
in sendu fjóra sonu sína í skóla, on
þrír urðu prestar. Séra Hjörleifui
Þórðarson sendi engan sinna sona
í skóla, þótt ríkur væri. En séra
Hjörleifur Einarsson, faðir Einars
Kvaran, sendi fjóra sonu sína í skóla
og urðu tveir prestar, einn lseknir
og einn rithöfundur. Allir voru þess-
ir menn af ætt séra Einars Sigurðs-
sonar í Eydölum. Séra Hjörleifur
Þórðarson var fimmti maður fra
honum, en Einar Kvaran og brseður
hans tíundi liður. Annars er ein