Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 47
aldarminning einars h. kvaran
29
kennilegt að sjá, að þeir prestar, sem
fluttu af Austurlandi, gerðust mest-
ir framleiðendur stúdenta, fræði-
manna og presta, enda mátti kalla
að annar, séra Þorsteinn á Krossi í
Landeyjum, sæti í samtýni við skól-
ann í Skálholti. Hinn, séra Hjörleif-
ur, sat á Undirfelli, Vatnsdal, þegar
hann fór að senda sonu sína í
Reykjavíkurskóla. Þaðan eru um
3-—4 dagleiðir í skólann og er það
stutt hjá 17—18 dagleiðum af Fljóts-
dalshéraði. Ekki hafa slíkar vega-
lengdir og tímaþjófar (meira en
taánuður báðar leiðir) ýtt undir
nienn þaðan að fara í skóla.
Vorið eftir að Einar fæddist á stór-
býlinu í Vallanesi fluttust foreldrar
kans með hann norður að Blöndu-
dalshólum í Húnavatnssýslu og var
það útkjálkabrauð og illa setið. Þar,
eða í Goðdölum í Skagafirði, sem
var næsti áfangastaður prestsins
eftir um tíu ára þjónustu, varð séra
Hjörleifur að moka út gólfskán bað-
stofunnar með reku, og er vonandi
að hann hafi verið óvanur slíku aust-
an úr Vallanesi. En eflaust hefur
Undirfell verið bezt þessara brauða,
enda gerðist séra Hjörleifur þar
hasði mikill búmaður, góður prestur
°g ágætur fræðari sem bjó eigi að-
eins sína eigin sonu undir latínu-
skólann heldur marga aðra, þar á
tt^ðal Sigurð Nordal, sem rist hefur
smum fyrsta fræðara fagra minnis-
^ún 1 Áföngum.
Var Einar því flestum mönnum
hePpnari með föður sinn, er eigi
aðeins gat kennt honum undir skól-
®nn, heldur hafði líka efni og vilja
a að setja hann til mennta.
En snemma beygðist krókurinn til
fraeða- og listiðkana hjá drengnum.
Lngar sögur fara að vísu af sagna-
eða ljóðagerð hans heima á Undir-
felli, en í skóla skrifaði hann leikrit
(1880), sem „Brandmajórinn“ hét,
um Einar Þórðarson prentara; segir
Ólafur Davíðsson í bréfi til föður
síns (Ég læi alli fjúka, 1955), að öll-
um hafi þótt leikurinn skemmtileg-
ur nema prentaranum sjálfum; en
sú saga endurtók sig á Einari Kvar-
an þegar skólapiltar (Andrés Björns-
son) sömdu um hann „Allt í græn-
um sjó,“ 1913.
Einar þroskaðist seint, en hann
þroskaðist vel. Mest viðbrigði á ævi
hans voru eflaust þau, er hann kom
úr einangrun og stöðugri lægð ís-
lenzkrar menningar á áttunda tug
nítjándu aldar inn í hvassviðri og
hvirfilbylj i Evrópumenningarinnar,
eins og það veður stóð af George
Brandes á þeim árum í Danmörku.
Er ekki ólíklegt, að mynd hans hefði
orðið með öðru móti í sögu og bók-
menntum, ef hann hefði þá haft
getu og tækifæri til að kasta sér
yfir skáldsagnaritun. Má ráða það
af hlut hans í Verðandi, sem út kom
vorið 1882 á kostnað Tryggva Gunn-
arssonar. Ólafur Davíðsson (bréf 5.
apríl 1886) kennir Tryggva Gunn-
arssyni um að hafa leitt Verðandi-
menn og sjálfan sig út á galeiðuna:
„Nú komst ég inn í þetta drabbara-
partí, sem kennt er við Tryggva, af
því ég var frændi hans, og að því
bý ég. Nú er ég alveg kominn út úr
þeim ósóma og hef sloppið betur en
margir aðrir. Einar er kominn til
Ameríku . . . stórskuldugur. Einn
hefur mist alla energí til að gera
nokkuð og fótbrotnaði um daginn,
líklega í fylliríi. Tveir lifa hér í
Höfn, í sulti og seyru, af plötuslætti.
Ég hef haldið lífinu í öðrum þeirra
í vetur ... Það er bezta grey, en ég