Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 47

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 47
aldarminning einars h. kvaran 29 kennilegt að sjá, að þeir prestar, sem fluttu af Austurlandi, gerðust mest- ir framleiðendur stúdenta, fræði- manna og presta, enda mátti kalla að annar, séra Þorsteinn á Krossi í Landeyjum, sæti í samtýni við skól- ann í Skálholti. Hinn, séra Hjörleif- ur, sat á Undirfelli, Vatnsdal, þegar hann fór að senda sonu sína í Reykjavíkurskóla. Þaðan eru um 3-—4 dagleiðir í skólann og er það stutt hjá 17—18 dagleiðum af Fljóts- dalshéraði. Ekki hafa slíkar vega- lengdir og tímaþjófar (meira en taánuður báðar leiðir) ýtt undir nienn þaðan að fara í skóla. Vorið eftir að Einar fæddist á stór- býlinu í Vallanesi fluttust foreldrar kans með hann norður að Blöndu- dalshólum í Húnavatnssýslu og var það útkjálkabrauð og illa setið. Þar, eða í Goðdölum í Skagafirði, sem var næsti áfangastaður prestsins eftir um tíu ára þjónustu, varð séra Hjörleifur að moka út gólfskán bað- stofunnar með reku, og er vonandi að hann hafi verið óvanur slíku aust- an úr Vallanesi. En eflaust hefur Undirfell verið bezt þessara brauða, enda gerðist séra Hjörleifur þar hasði mikill búmaður, góður prestur °g ágætur fræðari sem bjó eigi að- eins sína eigin sonu undir latínu- skólann heldur marga aðra, þar á tt^ðal Sigurð Nordal, sem rist hefur smum fyrsta fræðara fagra minnis- ^ún 1 Áföngum. Var Einar því flestum mönnum hePpnari með föður sinn, er eigi aðeins gat kennt honum undir skól- ®nn, heldur hafði líka efni og vilja a að setja hann til mennta. En snemma beygðist krókurinn til fraeða- og listiðkana hjá drengnum. Lngar sögur fara að vísu af sagna- eða ljóðagerð hans heima á Undir- felli, en í skóla skrifaði hann leikrit (1880), sem „Brandmajórinn“ hét, um Einar Þórðarson prentara; segir Ólafur Davíðsson í bréfi til föður síns (Ég læi alli fjúka, 1955), að öll- um hafi þótt leikurinn skemmtileg- ur nema prentaranum sjálfum; en sú saga endurtók sig á Einari Kvar- an þegar skólapiltar (Andrés Björns- son) sömdu um hann „Allt í græn- um sjó,“ 1913. Einar þroskaðist seint, en hann þroskaðist vel. Mest viðbrigði á ævi hans voru eflaust þau, er hann kom úr einangrun og stöðugri lægð ís- lenzkrar menningar á áttunda tug nítjándu aldar inn í hvassviðri og hvirfilbylj i Evrópumenningarinnar, eins og það veður stóð af George Brandes á þeim árum í Danmörku. Er ekki ólíklegt, að mynd hans hefði orðið með öðru móti í sögu og bók- menntum, ef hann hefði þá haft getu og tækifæri til að kasta sér yfir skáldsagnaritun. Má ráða það af hlut hans í Verðandi, sem út kom vorið 1882 á kostnað Tryggva Gunn- arssonar. Ólafur Davíðsson (bréf 5. apríl 1886) kennir Tryggva Gunn- arssyni um að hafa leitt Verðandi- menn og sjálfan sig út á galeiðuna: „Nú komst ég inn í þetta drabbara- partí, sem kennt er við Tryggva, af því ég var frændi hans, og að því bý ég. Nú er ég alveg kominn út úr þeim ósóma og hef sloppið betur en margir aðrir. Einar er kominn til Ameríku . . . stórskuldugur. Einn hefur mist alla energí til að gera nokkuð og fótbrotnaði um daginn, líklega í fylliríi. Tveir lifa hér í Höfn, í sulti og seyru, af plötuslætti. Ég hef haldið lífinu í öðrum þeirra í vetur ... Það er bezta grey, en ég
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.