Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 52
34 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Að skilja er sama og að fyrirgefa. Þetta er setning, sem skýrir eigi að- eins meðferð Einars á söguhetjum sínum, ekki sízt söguþrjótunum, heldur einnig afstöðu hans til deilu- mála dagsins og stefnuvinda tímans. Hann er svo vitur maður, að hann sér ávallt tvær hliðar á hverjum manni og á hverjum málstað. Þessu lýsir hann mjög vel í Á vegamóium. En hann er líka svo vitur, að hann sér fræ dauðans í hverri nýrri stefnu og afturkast í allri framvindu. Þetta segir hann berum orðum í Andvöku- kvöld. Þetta er hættuleg vizka, svo sönn sem hún er, en á Einar verk- aði hún svo, að hann gætti ávallt hófs í framburði skoðana sinna og áhuga- mála, ef ekki í raun og veru, þá að minnsta kosti á yfirborði. Því var stíll hans fullur af úrdrögum (lito- tes) eins og stíll margra íslendinga- sagna og sumra enskra höfunda. Næstu verk Einars eru leikritin Lénharður fógeii og Syndir annara. Þau halda í kristilegu mannúðar- horfi, en eru líka innblásin af póli- tískum hugsjónum dagsins: sjálf- stæðismálinu. Einar var ávallt hinn skelleggasti sjálfstæðismaður, en fróðlegt væri að vita, hvernig hann hefði tekið hersetu Ameríkana í landinu. Ótrúlegt er, að hann hefði ekki a. m. k. orðið þjóðvarnarmaður. Þótt Einar kæmi frá Ameríku með hugann fullan af tæknilegum yfir- burðum Vestmanna og þótt hann að sjálfsögðu beitti sér fyrir þessum framförum sem blaðamaður, þá verður þess ekki beinlíns vart sem áróðurs í sögum hans eins og til dæmis í sögum Jóns Trausta, sem dreymir um járnbrautir um heiða- löndin. Þó má vera að lífskjörum betri borgara í Reykjavík sé lýst heldur betur en raun gaf vitni um og er það þó vafamál. En smásagan „Anderson“ er undantekning frá þessu. Anderson er nýi tíminn holdi klæddur, kominn beint vestan um haf, með tæknina í vasanum. Hann getur allt. Hinir framsæknustu ls- lendingar klöppuðu honum lof í lófa og þóttust aldrei hafa séð þvílíkan mann. Aftur á móti kom rödd að vestan, sem kannaðist ekki við þenn- an Ameríkumann, enda gerði Einar ekki annað en láta hann dreyma um verklegar framkvæmdir sínar á ís- lenzkum bóndabæ, og snerti annars ekki við þeirri hlið málsins, þótt þetta væri árið, sem fyrsti ameríski Ford-bíllinn kom til fslands og ók austur yfir fjall. Samt sem áður gengur Anderson mjög aftur í seinni bókum Einars sem hinn gæfusami maður, er alh tekst. En þar sem Anderson flýtur á milljónunum í Vesturheimi, þa eiga þessir gæfumenn flestir fjar- sjóðu á himnum, eða með öðrum orðum greiðan aðgang að öðrum heimi. Svo er um ritstjórann í Sálin vaknar, sem á þroska sinn að þakka skyggni sinni, og svo er um Isekn- inn í Sambýli. Aftur á móti á Valdi> glanninn í Sögum Rannveigar leið- sögnina að þakka konu sinni. Lest- ina rekur Gæfumaðurinn í sV° nefndri sögu. Ekki er annað sýnna en, að Þa sé trúarvissa Einars sjálfs, er spegl' ast í þessum einkennilega líku " farsælu — söguhetjum. Úr því minnzt er á þessa leiðsög11 Rannveigar á Valda, er rétt að ben a á hlutverk það, er konur leika a jafnaði í sögum Einars. Þ®r efg frelsandi andar og átrúnaðargo manna og því allólíkar Evu formo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.