Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 57

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 57
DR. PHIL. TRYGGVI J. OLESON, F.R.S.C.: Þankar um Játvarð góða Allt er breytingum undirorpið. Á þetta ekki síður við orðstír manna en annað, og er gott dæmi þess dóm- ur sagnfræðinga og annarra um Ját- varð Aðalráðsson, er ríkjum réð á Englandi 1042—1066. Skal hér leitazt við að rekja í stórum dráttum með- ferð manna á kóngi þessum um ald- irnar, en hann kemur að nokkru við sögu Norðurlanda og afkomenda víkinga þeirra, er hertóku lönd í Suður-Evrópu á níundu og tíundu öld. Játvarður var af hinni engil- saxnesku konungsætt, sem rekur uppruna sinn til Cerdics nokkurs, er var af goða kyni, en varla raunveru- leg persóna. Sat þessi ætt við völd á Englandi í margar aldir, en ríki hennar lauk þar við andlát Játvarð- ar 5. janúar 1066. Faðir Játvarðar var Aðalráður Játgeirsson. Kom hann til ríkis við píslarvættisdauða bróður síns, Játvarðar, árið 978, en talið var, að móðir Aðalráðs og stjúpa Játvarðar hefði valdið dauða bins síðarnefnda. Alla sína ríkistíð, eða þar til er hann dó 1016, átti Aðal- ráður, er hlaut viðurnefnið ráðlausi, erfitt uppdráttar, að mestu vegna hins mikla aðsúgs, sem víkingar gerðu að Englandi á ríkisárum hans. Varð hann jafnvel að flýja land fyrir Sveini konungi tjúguskegg 1013, en komst til ríkis aftur við dauða Sveins 1014. En þá kom Knútur Sveinsson til skjalanna, og dó Aðal- ráður, sem fyrr getur, 1016. Skiptu Þeir sonur hans, Játmundur járn- síða og Knútur ríki þá Englandi á milli sín, en Knútur varð einráður við dauða Játmundar þetta sama ár. Réðu Danir síðan óslitið ríkjum á Englandi, þar til er Hörðaknútur andaðist 1042 og Játvarður góði komst til valda. Aðalráður var tvígiftur og var Játmundur af fyrra hjónabandi hans. Seinni kona Aðalráðs hét Emma (á engilsaxnesku Ælfgifu) og var hún dóttir Ríkarðar I Rúðujarls (dó 996) og systir Ríkarðar II (dó 1026), en hans son var Róðbert djöf- ull (dó 1035), faðir Vilhjálms bast- arðs Rúðujarls, er lagði undir sig England 1066 og enn getur. Tveir synir Aðalráðs og Emmu koma hér við sögu, þeir Elfráður og Játvarður, sem hlaut viðurnafnið góði og þessi þáttur fjallar um. Eftir dauða Aðal- ráðs gekk Emma að eiga Knút ríka og átti með honum Hörðaknút, sem var því hálfbróðir Játvarðar góða. Seint á ríkisárum Aðalráðs voru synir þeirra Emmu, Elfráður og Ját- varður sendir til móður ættingja sinna í Normandíu, og þar ólust þeir upp. Við andlát Knúts hugkvæmd- ist Elfráði að gera tilkall til landa föður síns, en Engil-Saxar höfðu tekið til ríkis, þrátt fyrir mótmæli Emmu, er vildi koma Hörðaknút syni sínum til ríkis, launson Knúts, er Haraldur hét og kallaður var hérafótur. Elfráður kom til Eng- lands 1036 með fáa menn, og tók þar á móti honum æðsti jarl Haralds, Guðini Úlfnaðursson. Var Elfráður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.