Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 60

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 60
42 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA að Játvarður hafi verið góður mað- ur og guðhræddur og kallar hann hinn sannheilaga konung (sanclissi- mus rex). Er þetta ritað löngu fyrr en Játvarður var kanóniséraður. Saxo Grammaticus segir þar á móti, að Játvarð hafi einkennt gáfna- og aðgerðarleysi (siolidiias ei desidia), og er þetta einsdæmi. íslenzkir sagnaritarar eru á öðru máli og er Snorri Sturluson gott dæmi um það. í Heimskringlu segir hann, að Ját- varður hafi verið kallaður „hinn góði“, og bætir við „hann var svo“. Enn fremur segir hann, að enskir menn telji hann helgan. Til er og enn, sem fyrr getur, saga Játvarð- ar góða á íslenzku, en hvenær hún er samin, veit ég ekki. Dálæti á Játvarði á fyrri öldum var ekki einskorðað við sagna- og helgisagnaritara. Á miðöldum voru hann og Tómas helgi erkibiskup í Kantaraborg aðaldýrlingar Eng- lands. Helgi hins fyrrnefnda þótti koma upp snemma, ef til vill í lif- anda lífi, og eftir andlát hans var fljótt hafizt handa um að taka hann í dýrlinga tölu. Stóðu framarlega eða fremst að þessu enskir konung- ar. Virtist og þetta ætla að takast 1139, en innbyrðis óeirðir komu í veg fyrir, að svo yrði. Þó dróst þetta ekki lengi. Árið 1161 tók Alexander II páfi Játvarð formlega 1 dýrlinga tölu, og 13. október nokkrum árum seinna lét Tómas erkibiskup taka upp dóm hans í viðurvist Hinriks II Englandskonungs. Óx nú mjög til- trú á Játvarði og náði ef til vill há- marki sínu á ríkisárum Hinriks III (1216—1272). Hann fékk því til leið- ar komið árið 1237, að messudagur Játvarðar var tekinn upp á dýrlinga- skrá almennrar kirkju. Á messudag dýrlingsins gekk Hinrik í prócessíu berfættur og berandi sem offur til hans kristalkrús, en í henni var hið dýrmæta blóð Drottins vors. Ekki lét hann heldur þar við sitja. Árið 1241 lét hann hefja smíð á nýju skríni undir jarðneskar leifar Játvarðar. Var það gert úr gulli og gimsteinum, og er sagt, að það hafi kostað um £66,000, áður smíði var lokið. Var helgur dómur Játvarðar fluttur i það 1268. Þá má og geta þess, að Hinrik gaf elzta syni sínum nafn dýrlingsins og hafa sjö aðrir kóngar Englands borið það síðan. Nokkru eftir andlát Hinriks, lét sonur hans, Játvarður I, færa lík föður síns á veglegri stað (excelsiore loco) í ná- grenni við skrín Játvarðar góða, en eins og vitað er, stóð það í klaustur- kirkju St. Péturs í Westminster, sem að vísu var nú miklu veglegri bygg' ing en sú, sem Játvarður lét reisa, og þar hlaut hann legstað 6. janúar 1066. En það var ekki aðeins fyrir hinar kristilegu dyggðir, sem Játvarður var dáður, heldur, eins og fyrr getur, fyrir þann frið og þau góðu lög, sem einkenndu ríkisstjórn hans. Að visu er ekki kunnugt, að Játvarður setti lög sjálfur á ríkisstjórnarárum sin- um, þó vel megi það vera, en nokkr- um árum eftir dauða hans birtust lagasöfn, sem kennd eru við hann, og varð það siður, að konungar sóru þess krýningareið að varðveita log Játvarðar góða. Er þetta vottur þess, hve ríkisár hans voru álitin hafu verið friðsöm og réttvísi mikil a hans dögum. Auðséð er því, að á miðöldunum og lengur var Játvarður góði hylh ur fyrir guðrækni, jarteiknir, °& listhneigð, og þar að auki fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.