Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 61

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 61
þankar um játvarð góða 43 semi, örlæti og kærleik við fátæka, skattmildi og réttláta stjórn. Ekki var það eiginlega fyrr en á nítjándu öld, eins og þegar hefur verið tekið fram, að þessi mynd hins milda öðlings tók stakkaskiptum. Mun siðabylting sextándu aldar eiga sinn skerf í þessu, en þó einkum vaxandi þjóðerniskennd, er alls staðar sigldi í kjölfar frönsku byltingarinnar á nítjándu öld, og þar við bættist dá- lasti Englendinga á öllu þýzku og sú trú, að þing- og lýðræðisskipulag Breta ætti rót sína að rekja til frum- Germana. Aðalhöfundur þessarar nýju skoð- unar, sem nú skal lýst, á Játvarði góða var hinn mikli enski sagn- fræðingur, Edward A. Freeman, er reit um 1870 geysistóra bók í fimm bindum um hernám Vilhjálms bast- arðs Rúðujarls á Englandi, er nefn- xst The History of the Norman Con- quest of England. í öðru bindi þessa ritverks er skýrt mjög nákvæmlega trá ríkisstjórnarárum Játvarðar, og er þetta verk enn þá fullkomnasta frásögn um þetta tímabil. Freeman yar að mörgu leyti ágætur sagnfræð- mgur. Hann rannsakaði gaumgæfi- fega allar heimildir og leyndi engu, en hann var barn sinnar tíðar — þjóðrækinn með afbrigðum og þýzksinnaður mjög. Hann efaðist ekki um, að stjórnarfyrirkomulag ®reta á nítjándu öld væri hið bezta, Sem heimurinn hefði og gæti eignazt °g að það ætti rætur sínar að rekja frum-Germana og þá sérstaklega fil Engil-Saxa, áður en hinir frönsku Eorðmenn með Vilhjálm jarl í broddi fylkingar umturnuðu hinum engilsaxnesku lýðræðisstofnunum °g þingræðisskipulagi. En Vilhjálm- ur átti sér fyrirrennara, og það var enginn annar en Játvarður góði. Með krýningu hans, taldi Freeman, að yfirráð hinna frönsku Norðmanna á Englandi hæfust. Það leikur ekki á tveim tungum, að Freeman áleit, að á ríkisstjórnarárum Játvarðar hefði staðið yfir barátta milli frjálsra og lýðræðissinnaðra Engil-Saxa á aðra hönd en á hina útlendinga, sem vildu eyðilegggja hið ævaforna lýð- ræði og frelsi germanskra karla. Fremstur í flokki var konungurinn sjálfur, því hjarta hans var franskt, segir Freeman. Unun hans var að vera umkringdur þeim félögum, sem komið höfðu með honum frá hjart- kæra landinu og mæltu hina hjart- kæru tungu og að veita þeim óðul og skipa þeim í æðstu stöður ríkis- ins. Þessir prelátar og höfðingjar, sem flykktust til hins fyrirheitna lands, Englands, frá Normandíu, áttu hjarta hans. Barátta milli inn- lendra manna og erlendra um yfir- ráð landsins einkenndi ríkisstjórnar- ár Játvarðar. Konungur sjálfur, seg- ir Freeman, var vesalmenni, sem lét þessa gæðinga leiða sig, gat þó verið þrár, en hafði fáa mannkosti til að bera. Dygðir hans, ef þær voru til, voru dygðir munka og meinlæta- manna, og hann hafði lítið af kost- um hinna sönnu dýrlinga, og enginn var hann föðurlandsvinur. Sást það bezt á því ef satt var, og Freeman efaðist um, að svo væri, að hann bjó með konu sinni sem faðir með dótt- ur, en kona Játvarðar var dóttir Guðina jarls. Það var Guðini jarl og synir hans, sem loks gátu eftir tíu ára stríð heft hina útlendu árás á germanska þing- og lýðræðið og bjargað því um stundarsakir, unz allt fór um koll fyrir hinum frönsku
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.