Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 64
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
á fund frænda síns, Vilhjálms bast-
arðs, og tilkynnti honum, að hann
ætti að taka við ríki á Englandi eftir
sinn dag. Er og sagt, að Vilhjálmur
hafi þá um veturinn heimsótt Ját-
varð, sem tók á móti honum með
mestu blíðu.
Það er skoðun mín, og hefi ég
reynt að leiða rök að henni í öðru
ritsmíði,1 að Guðina hafi ekki tekizt
að ná sættum við konung og fá land-
gönguleyfi, fyrr en hann sór þess
eið, að þessi ráðstöfun Játvarðar um
ríkiserfðir skyldi metin góð og gild
og gaf sem gísla Vilhjálmi til hand-
ar son sinn og sonar son.
Þannig voru þá fyrstu ríkisstjórn-
arár þessa athafnalausa heilaga hálf-
vita, sem enn sat á ríkisstóli. Guðini
dó 1053 og tók þá sonur hans, Har-
aldur, við völdum hans og varð æðsti
ráðgjafi konungs. Tókst honum að
hefja yngri bræður sína til jarls-
tignar og landa, þá Tósta, Gyrð og
Lífvin, en Sveinn hafði látizt 1052
á heimleið frá Jerúsalem í píla-
grímsferð. Það var um eitt skeið álit
mitt, að frá því 1052 hefði Játvarður
góði setzt í helgan stein og látið
Harald fara með völd, en við frek-
ari lestur heimilda er ég horfinn frá
þeirri skoðun, og skal nú greina
aðeins eina ástæðu fyrir þessum
skoðanamun.
Haraldur mun snemma eftir and-
lát föður síns hafa farið að renna
girndaraugum til konungstignar, eða
að minnsta kosti allra valda í land-
inu, eftir daga Játvarðar. Þetta gat
þó ekki tekizt, ef að ráðstöfun sú, er
konungur hafði gert við Vilhjálm
bastarð um ríkiserfðir, stæði óhögg-
uð, en lítil von var, að Játvarður
gengi bak orða sinna. Nú var kon-
ungur eini maður hinnar engil-
saxnesku konungsættar uppistand-
andi á Englandi. En ættin var ekki
útdauð alls staðar. Börn Játmundar
járnsíðu höfðu eftir dauða föður
síns flúið til Ungverjalands og fund-
ið þar griðastað. Þar var enn á lífi
elzti sonur Játmundar, nafni Ját-
varðar góða, en auðkenndur með
titlinum eðlingur. Allt, sem nú skal
greina, er mjög á huldu, og verður
að láta getsakir nægja, en um 1054
hugkvæmdist einhverjum, og varla
er um annan að ræða en Harald, að
senda eftir Játvarði eðlingi og gera
hann að ríkisarfa. Kom hann og son-
ur hans, smádrengur að nafni Ját-
geirr, til Englands 1057, en svo illa
fór með þessa ráðagerð, að eðlingur-
inn dó, áður en hann næði tali af
föðurbróður sínum. Er það ætlun
mín, að konungur hafi þrjózkazt við
að rjúfa loforð sitt við Vilhjálm jarl
og Játvarður eðlingur svo dáið, áður
en hægt var að koma ráðstöfun Har-
alds í kring. Enda sýnist konungur
hafa setið við sinn keip. Nokkrum
árum seinna sendi hann Harald
sjálfan til Vilhjálms að tryggí3
samninga þeirra. Hér sór Haraldur
jarli trúnaðareið, með þeim afleið'
ingum, sem allir muna, árið 1066.
Víst mætti lengi halda áfram og
ræða vandamál seinni ríkisstjórnar-
ára Játvarðar2 — innanlandsóeirðm
vegna valdastreitu milli Haralds og
Elfgeirs jarls, ósamlyndi þeirra
bræðra, Haralds og Tósta, styrjai
ir við nágrannalönd að norðan og
vestan, o. s. frv. — en hér skal sta
ar numið. Seinustu ár ævi sinnar
var Játvarði mest áhugamál
ing hinnar veglegu klausturkir 3
St. Péturs í Westminster, en Þ
verki lauk í árslok 1065. Var kirkja^
vígð 28. desember, en ekki átti 3