Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 67
GÍSLI JÓNSSON:
Bækur
Richard Beck:
VIÐ LJÓÐALINDIR
Þetta eru aS mestu lýrisk ljóð,
náttúrusöngvar, eða minnsta kosti
náðu þau mestum tökum á mér. Þá
eru þessu næst nokkur kvæði um
mannfélagið, ýmislegs efnis, og svo
minni, eins og gengur. Ekkert ís-
lenzkt skáld sleppur við þau alger-
lega — samkomur, gestaboð, silfur-
°g gullbrúðkaup, erfiljóð o. s. frv.
Hér er að vísu ekkert nýtt: Vor-
sól og döggvar, blóm og tré, nótt og
dagur, haust og vetur og snjór, vötn
°g dalir og fjöll, snortið af hinni
innri vitund um tilveruna í heild.
Og myndirnar eru yfirleitt skýrt
dregnar og söngtónninn hreinn. En
þær eru nærri alltaf íslenzkar. Mað-
Ur mætti þó ætla, að maður, sem
búið hefir meira en helming þrosk-
aðrar ævi í stærra landi, við stærri
vótn, fjarðabreiðar elfur, rishærri
°g víðáttumeiri fjöll, fjölbreyttari
groður og skóga, sýndi þess einhver
veruleg merki. En svona er íslend-
iugseðlið.
Þessi sýnilega mynd ljóðagjörðar,
svo mætti að orði kveða, er ekk-
ert einsdæmi. Flest íslenzk ljóðskáld
eru sama markinu brennd. Ég hefi
0sjaldan rekizt á það hjá okkar svo-
Uefndu stórskáldum, að hugsunin er
ekki eins ný og þeir mundu óska að
lesendurnir héldu. En hún kann að
Vera framsett á annan eða óvenju-
egri hátt en við áttum að venjast —
úningurinn skrúðmeiri eða eftir
nýrra sniði. Nú, auðvitað auka
skrúðklæði á kvenlega fegurð, svo
dæmi sé tekið, en jafnvel í hvers-
dagsklæðum eða auk heldur í tötr-
um dylst sönn fegurð aldrei.
Sagt er, að sumir stjórnmálamenn
og aðrir önnum kafnir athafnamenn
lesi spæjarasögur og morðsögur til
þess að dreifa huganum og létta af
sér oki dagsins. íslendingar yrkja
oft í sama tilgangi. Dr. Beck er einn
þeirra, að ég held. Hann yrkir ekki
ýkjamikið, a. m. k. ekki á seinni tíð;
en hann vandar formið. Og vafalítið
er þetta hans aðferð til að gleyma
erlinum og lífsstritinu, og er það
eins og það á að vera. Ljóðagerð er
ekki eða ætti ekki að vera atvinnu-
grein. Hún er ekki í eðli sínu íþrótt,
þótt forfeður vorir teldu hana svo.
Hálaunaðir íþróttamenn hætta að
hafa unað af íþróttinni sjálfri —
festa aðeins auga á arðinum — svo
kann að fara með bókmenntirnar.
Ég hallast enn að skoðun alþýðu-
skáldsins, sem orti sér til hugar-
hægðar, en hvorki sér til lofs né
frægðar.
AUSTURLAND,
5. bindi.
í orðsins vanalega skilningi er
„Austurland“ víst ekki tímarit; en
samt eru nú komin út af því fimm
bindi og það sjötta í aðsigi. Á titil-
blaðinu er það kallað „Safn aust-
firzkra fræða“, og er það sannnefni.
Ýmsir góðir Austfirðingar hafa stað-
ið að útgáfunni og skrifað í ritið. En