Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 68

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 68
50 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA aðalsálin og driffjöðrin í fyrirtæk- inu hefir verið og er enn fyrrverandi alþingismaður, Halldór, Stefánsson. Fimmta bindið kom út á síðastliðnu ári, og hefir hann einn safnað gögn- um að því og fært það allt í letur. í stuttu máli sagt er þetta nálega níu alda annáll Austurlands — allt frá landnámstíð og niður að lokum átjándu aldar. Áður hafði hann rit- að sögulegt yfirlit nítjándu aldar- innar. Líklega er ekkert það í sögum, skræðum og annálum um þenna landsfjórðung, sem ekki er hér til tínt. En ekki er hægt með sanni að segja, að sagan sé glæsileg. Harð- æri, drepsóttir, útlend og innlend kúgun kirkju-, konungs- og verzlun- arvalds, hrjóstrugt og gróðursnautt land, hafísar og eldgos, lögðust á eitt að kvelja og myrða kjark og sjálfstæði fólksins. íslandi, með öll- um þessum faraldri, tókst þó aldrei að drepa fólkið, sem það byggði, eins og fyrir Grænlandi fór. Og nú má svo að orði kveða, að aldrei hafi íturvaxnara, hraustara eða frjáls- mannlegra fólk risið á rústum lið- inna alda kvalræðis en einmitt nú á dögum. Fátt er víst lærdómsríkara fyrir lifandi og óbornar kynslóðir en sag- an. Og ef hið almenna máltæki er rétt, að sagan endurtaki sig, þá má búast við harðæri á Austurlandi og hafísum, sem lokað gæti öllum höfn- um, þegar minnst varir. Slíkt hefir þó ekki átt sér stað á þessari öld, þó undarlegt megi virðast. En sú er bótin, að þjóðin er betur undirbúin nú. Greiðfærir vegir, símar og loft- ferðir, ef annað bregzt, munu í fram- tíðinni afstýra gripafelli og harð- rétti. Og læknislistin dregur úr mannfalli af völdum drepsótta og annarra kvilla. Fyrr á öldum máttu menn deyja drottni sínum, án lækn- ishjálpar, og gerðu það, sem sjá má svo átakanlega á svo að segja ann- arri hverri síðu í þessari bók. Eitt er það, sem angrar mig á stundum, þótt það eigi ekki beinlínis við um þessa bók, sem byggð er á ör- uggum heimildum; en það er sumt af hinum svonefndu alþýðlegu fræð- um, sem mér er sagt að heimaþjóðin sé mjög sólgin í, og allir keppast við að safna og skrásetja. Eru það helzt sagnir um hjákátlegt eða ankanna- legt fólk — menn og konur — sem var svo kúgað og þunglega haldið af minnimáttarkennd, í andlegu og efnalegu umkomuleysi, að það vandi sig á ýmsa kæki eða sérvizku orð- bragð, sem oftast hafði litla eða enga meiningu, eins og nauðvörn eða brynju gegn hvefsni, ágengni og búraskap þeirra, sem lítið eitt máttu sín betur. Sumir ortu eina eða tvser vísur, oft illa kveðnar, um dagleg3 viðburði. Aðrir sögðu af sér hreysti* sögur, stundum tilhæfulitlar. Enn aðrir stálu kind eða tólgarbita og voru hýddir fyrir. í skorti og bjarg' arleysi verða allir þjófar. Það er síð- asta nauðvörnin gegn hungur- °S hordauða, og naumast áfellisvert. Og svo langt fara þessi fiskisagna at- vögl að harma það, að þetta »e^n kennilega fólk“ sé að hverfa me‘ þjóðinni. Er hægt að komast öllu lengra í fróðleiksfýsninni og sjon skekkjunni? Ég veit að vinur minn, Halld°r Stefánsson, fyrirgefur mér þennan útúrdúr. Hann er nú kominn mj°o á efri ár, og hefir séð margt me
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.