Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 70
52 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA smekkvísi og rímhagleik þýðarans. Nenni ég hvorki né hirði um að nafn- kenna eitt öðru fremur því til sönn- unar; enda er það mín kredda, að slíta aldrei út úr samhengi vísur eða vísubrot áliti mínu til hags eða stuðnings. Það getur oft orðið að hermdarverki. Ekkert skal út í það farið, sem svo margir ritskýrendur nú á dög- um þrástaglast á, hvað hefði getað átt sér stað, ef eitthvað annað hefði ekki skeð. En við, sem unnum skáld- inu við hafið og verkum hennar, megum vel við una að sjá þessi hjá- verk hennar — íslenzku kvæðin í fyrra og þessar þýðingar í ár — nú komin út í fallegum útgáfum, sem halda munu nafni hennar á lofti löngu eftir að við, sem nú iifum, er- um gengin fyrir ætternisstapann. Páll S. Pálsson: MINNINGAR FRÁ ÍSLANDSFERÐINNI Þeim hjónunum, Páli og Línu, eins og okkur er tamast að nefna þau, veittist sá fagnaður að geta heimsótt föðurlandið sameiginlega í fullri heilsu og andlegu fjöri sumar- ið 1954. Nú hafa komið út hjá prent- smiðjunni Leiftur í Reykjavík ferða- minningar þeirra. Heimskringla hafði birt sumt af þeim nokkru áður en hún rann saman við Lögberg. Þetta er óslitin ferðareisa, eins og þeir gömlu komust að orði, frá því er þau flugu frá Winnipeg og til þess tíma er þau komu til baka. Lýsir svo að segja hver lína hrifningu gest- anna og vinafagnaðinum heima fyr- ir. Ég efast um, að nokkurs staðar á jarðríki sé gestum fagnað eins inni- lega og burtfluttum íslendingum er fagnað á íslandi. Það gengur stund- um næst því að vera barnalegt. Þeim finnst mörgum, að þeir hafi heimt okkur úr helju. Og þó það sé aldrei beinlínis sagt, er þetta fólk sannfært um, að íslendingum geti hvergi í víðri veröld liðið eins vel og í heima- landinu. En íslendingar eru sjálf- stætt fólk og líður yfirleitt vel, hvar í heimi sem þeir búa. Og þó kann eitthvað af þessu að vera rétt frá sálfræðilegu sjónarmiði, einkum hjá innfjálgu fólki, sem oftar lítur til baka en framundan — sem sér fjöllin blárri og hagann grænni í fjarlægðinni en fyrir framan tærn- ar á sér. Þetta allt endurspeglast i ferðaminningum Páls, svo að hrifn- ing hans og átthagaþrá og ást, ásamt hlýhuganum til fólksins, bregzt hvergi. Frásögnin er hressileg og fjörug, og skáldleg með köflum — og sjaldan farið á of miklum seina- gangi. Innan um er svo stráð tilvitn- unum í sagnir og sögu að fornu og nýju, og óspart leitað til skáldanna til smekkbætis. Enginn skrifar svo um ísland, að hann ekki sláist í fylgd með þeim. Síðast en ekki sízt eru þar að minnsta kosti þrjú frumort kvæði: í landsýn, Á Norður-Reykj' um og Við burtför frá íslandi einkar hlý og þíð og vel kveðin, eins og Páls er von og vísa. Fremst í bókinni eru ljómandi fallegar og vel prentaðar myndk þeirra hjónanna, hlið við hlið, en þa® slys hefir hent prentarann, að get konunni nýtt nafn — Ólöf fyrl* Ólína. Engar prentvillur aðrar var ég var við, sem bagað geti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.