Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 74
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Pacific Synod, Sameinuðu lútersku
kirkjunnar í Ameríku (U.L.C.A.).
Fór vígsluathöfnin fram í St. James
lútersku kirkjunni í Seattle, Wash.,
þar sem faðir vígsluþega hafði þjón-
að um þrjátíu ára skeið.
Maí — Séra Eric H. Sigmar, presti
St. Stephen’s kirkjunnar í St. James,
Man., og forseta Lúterska kirkjufé-
lagsins íslenzka, boðið forsetaemb-
ætti í Pacific Synod, að undangeng-
inni kosningu hans á ársþing henn-
ar, en hann hafnaði því boði.
Maí — Við vorprófin luku námi
á University of Toronto bræðurnir
Glenn David Eastman og Bernard
L. Eastman, hinn fyrrnefndi í námu-
fræði (Mining) og hlaut mennta-
stigið „Bachelor of Applied Sci-
ences“, en hinn síðarnefndi í lög-
fræði með menntastiginu „Bachelor
of Law“. Þeir eru synir Mr. og Mrs.
Gunnsteins Eastmann, áður í River-
ton, Man., og gátu sér báðir ágætt
orð á námsárunum.
Maí — Tilkynnt, að dr. Haraldur
Sigmar, Kelso, Wash., hafi verið
kosinn heiðursprestur Mountain-
prestakalls í N. Dakota, er hann
þjónaði áður samfleytt í nærri 20 ár.
5. —6. júní — Þrítugasta og fimmta
ársþing Bandalags lúterskra kvenna
haldið í Langruth, Man. Miss Ingi-
björg Bjarnason kennslukona end-
urkosin forseti.
6. júní — Árni G. Eggertson, Q.C.,
Winnipeg, endurkosinn í fram-
kvæmdanefnd Eimskipafélags ís-
lands á ársfundi þess í Reykjavík.
7. júní — Við vorprófin á Ríkis-
háskólanum í N. Dakota (Univer-
sity of North Dakota) lauk Eugene
Leslie Vatnsdal, sonur Theodores
Vatnsdal (nýlega látinn) og konu
hans, Cavalier, N. Dakota, prófi í
verzlunarfræðum og hlaut mennta-
stigið „Bachelor of Science in Busi-
ness Administration".
8.—9. júní — Þrítugasta og þriðja
ársþing Kvensambands tJ n í t a r a
(Sambands Frjálstrúar kvenfélaga)
haldið í Winnipeg. Mrs. Sigríður
McDowell kosin forseti.
Júní — Jón Guðmundson, sonur
Mr. og Mrs. Simon Guðmundson að
Geysi, Man., lauk prófi í dýralækn-
isfræði við Ontario Veterinary Col-
lege í Guelph, Ontario, með ágætis-
einkunn. Námsferill hans hafði ver-
ið óvenjulega glæsilegur, og hafði
hann hlotið margs konar verðlaun.
Hann stundar dýralækningar í Mor-
den, Man.
14. júní — Sæmdi Darmouth Col-
lege, Hannover, New Hampshire, dr.
Vilhjálm Stefánsson, hinn víðfræga
landkönnuð og rithöfund, heiðurs-
doktorsnafnbót í bókmenntum (Doc-
tor of Letters).
17. júní — Fimmtán ára afmseli
íslenzka lýðveldisins minnzt með
samkomum á ýmsum stöðum meðal
íslendinga vestan hafs. Þ. 22. júní
var sérstök hátíðarguðsþjónusta
haldin að Mountain, N. Dak., í til"
efni af afmælinu við mikla aðsókn.
Júní — í boði Þjóðkirkju íslands
var séra Eric H. Sigmar, forseti
Lúterska kirkjufélagsins, fulltrúi fc'
lags síns við biskupsvígslu séra Sig'
urbjarnar Einarssonar sunnudagmn
21. júní í dómkirkjunni í Reykjavík,
og flutti jafnframt kveðjur frá Þjóð'
ræknisfélagi íslendinga í Vestur-
heimi. í Islandsferðinni flutti hann
einnig ávarp á Prestastefnu íslands.