Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 81
mannalát
63
sonar og Kristbjargar frá Hrauni í Öxna-
dal .Fluttist frá íslandi í Garðarbyggð í
N. Dakota 1888.
19. Hannes Kristjánsson, á elliheimil-
inu „Höfn“ í Vancouver, B.C., um nírætt.
24. Miss Ethel Frederickson, að heim-
ili sínu í Winnipeg, 62 ára að aldri. Átti
fyrrum heima í Saskatoon, Sask.
24. John Johnson, á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg, 77 ára gamall. Um
langt skeið í þjónustu Canadian Pacific
Railway járnbrautarfélagsins, en lét af
starfi 1946.
, 26. Jónas Einarsson smiður, á heimili
sínu í St. James, Man. Fæddur í La
Riviere, Manitoba, og var 62 ára, er hann
lézt.
28. ólafur Stefánsson, á elliheimilinu
„Borg“ að Mountain. Fæddur 10. nóv.
1870 í Víðidal í Húnavatnssýslu. Foreldr-
ar: Stefán Stefánsson og Elínborg Jóns-
dóttir á Enniskoti í Víðidal. Kom vestur
um haf 1888 og var um langt skeið bú-
settur í Cavalier, N. Dak.
30. Magnús Magnússon, í St. Boniface,
Man., á sjúkrahúsi í Winnipeg. Fæddur
19. ágúst 1885 að Hafnarhólmi í Stranda-
sýslu. Foreldrar: Magnús bóndi og hafn-
sögumaður í Hafnarhólmi og Guðrún
Mikkaelsdóttir frá Hellu við Steingríms-
fjörð. Um langt skeið búsettur í Mani-
toba.
30. Emma Ólson, að heimili sínu í
Lundar, Man. Fædd 29. okt. 1869 að
Geldingsá á Svalbarðsströnd við Eyja-
fjörð. Foreldrar: Árni Elíasson og Stein-
unn Jónsdóttir. Kom frá íslandi í Lund-
arbyggð 1889.
31. Guðlaug Halldórsson, ekkja Jóns
Halldórssonar fyrrum kaupmanns að
Lundar, Man., að heimiii sínu í Winni-
Peg, 73 ára að aldri. Ættuð frá Þor-
grímsstöðum í Breiðdal í Suður-Múla-
syslu.
31. Hálfdán Ragnar Eastmann, að
heimili sínu í Riverton, Man. Fæddur 4.
apríl 1900 við íslendingafljót í Nýja ís-
landi. Foreldrar: Halldór J. Austmann og
Anna Hálfdánardóttir.
APRÍL 1959
3. Leo Sveinn Magnússon, eigandi
smjörgerðarhúss í Treherne, Man., varð
braðkvaddur þar í bæ. Fæddur í Winni-
Pagosis, Man., en hafði unnið við smjör-
gerðarfyrirtæki á ýmsum stöðum í fylk-
inu, í Treherne síðan 1945.
4. Sveinbjörn Erickson frá Winnipeg
■peach, á sjúkrahúsi á Gimli, Man., 81
ars að aldri. Fram til 1943 lengi starfs-
?uaður hjá Canadian Pacific Railway
J arnbrautarf élaginu.
5. Skapti Reykdal lífsábyrgðarsali, á
Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, 42
ára gamall. Fæddur að Lundar, Man.,
sonur Páls fyrrum kaupmanns þar (ný-
lega látinn) og Kristínar Reykdal.
9. Ina ólafson, kona Alberts M. ólaf-
son, á heimili sínu í St. James, Man.
11. Þorkell Jónsson Clemens, útfarar-
stjóri og fyrrum kaupmaður í Ashern,
Man., að heimili sínu þar. Fæddur í
Reykjavík 14. ágúst 1882. Fluttist með
foreldrum sínum til Chicago 1884 og til
Manitoba 1898. Forystumaður í héraðs-
málum.
13. Thorsteinn Borgford byggingar-
meistari, fyrrum í Winnipeg, á sjúkra-
húsi í Montreal. Fæddur 22. febr. 1874 á
Árdal í Andakíl. Foreldrar: Sæmundur
Jónsson og Helga Gísladóttir á Hálsum
þar í sveit. Kom frá íslandi til Kanada
1888. Miklil athafnamaður, sem hafði
umsjón með byggingu stórhýsa víðs
vegar um Vesturfylkin í Kanada.
17. Emily Einarsson Ortner, á sjúkra-
húsi í Hollywood, Kaliforníu. Fædd 12.
marz 1889 í Akrabyggð í N. Dakota. For-
eldrar: Indriði Einarsson frá Kirkju-
hvammi í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, og
Elínborg Þorsteinsdóttir frá Brekkulæk
í Miðfirði, er komu vestur um haf til
N. Dakota 1887.
17. Pétur Konráð Pétursson, áður á
Lundar og í Winnipeg, á sjúkrahúsi í
Vancouver, B.C., 46 ára gamall. Fæddur
að Otto, Man., sonur Péturs og Jóhönnu
Péturson, sem látin eru fyrir nokkrum
árum.
18. Elín Thora Finnbogason, á heimili
sínu í Langruth, Man. Fædd 4. júní 1869
á Litlu-Laugum í Reykjadal í Suður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Sigurður Þor-
kelsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Kom til
Vesturheims 1893.
19. Jónas Gestur Skúlason frá Geysir,
Man., á sjúkrahúsi á Gimli.
19. Katrín Ásmundsson, ekkja Sigur-
jóns Ásmundssonar landnámsmanns í
Upham, N. Dak., á elliheimilinu „Borg“
að Mountain, N. Dak. Fædd 28. júní
1887, dóttir Jóns Bjarnarsonar og Mar-
grétar Benediktsdóttur frá Dalhúsum í
Suður-Múlasýslu.
23. Pálína Thordarson ljósmóðir, um
60 ár búsett í Upham-byggðinni í N.
Dakota, á sjúkrahúsi í Rugby, N. Dakota.
Fædd 2. apríl 1867 að Litla-Hrauni í
Kolbeinsstaðahreppi í Borgarfirði. For-
eldrar: Hans Hjaltalín frá Jörfa í Flysju-
hverfi og Pálína Sigríður Sigurðardóttir
frá Tjaldbrekku í Hítardal. Kom vestur
um haf um aldamótin.