Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 82
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
25. Stefán Björgvin Stephánson, lengi
bóndi í Hólabyggðinni í grennd við Glen-
boro, Man., á sjúkrahúsinu á Gimli.
Fæddur 1884 á Raufarhöfn. Sjö ára gam-
all kom hann til Vesturheims með for-
eldrum sínum, Sigurjóni og Sigurveigu
Stephánson, er settust að í Hólabyggð-
inni.
28. Margrét Ólafsson, ekkja Jóns ól-
afssonar (d. 1948), á Almenna sjúkra-
húsinu í Selkirk, Man., 105 ára að aldri.
Talin ein af elztu íbúum Manitoba-
fylkis og líklega elzt Vestur-íslendinga.
Hún fluttist af íslandi til Kanada 1884,
og hafði lengst af átt heima í Selkirk.
29. Thordís Johnson, ekkja Kristjáns
Jónssonar bónda í Argyle (d. 1939), á
elliheimilinu „Betel“ að Gimli, Man., 83
ára gömul. Fluttist með foreldrum sín-
um til Bandaríkjanna, þá tveggja ára.
og þaðan eftir nokkur ár í Argyle-
byggðina í Manitoba.
30. Jack Oliver (Þorgils Þorsteinsson),
síðustu árin búsettur að Lundar, Man., á
Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg.
Fæddur 2. júní 1873 á Eyrarbakka í
Árnessýslu. Foreldrar: Þorsteinn Þor-
steinsson og Sigríður Þorgilsdóttir. Kom
til Kanada mjög ungur að aldri.
Apríl — Oddgeir E. (Eddy) Eyford, að
Lundar, Man., 48 ára. Fæddur á íslandi
og fluttist með foreldrum sínum til
Lund 1911.
MAÍ 1959
1. Rannveig Peterson, kona Christian
Peterson, á heimili sínu í Fort Garry,
Man., 74 ára gömul. Fædd á íslandi og
kom til Winnipeg fyrir 57 árum.
1. Delpres Victoría Johnson hár-
greiðslukona, á sjúkrahúsi í Winnipeg,
67 ára að aldri. Fædd og uppalin í Winni-
peg, dóttir Árna og Jónínu Johnson.
2. Landnámskonan Elizabeth Þuríður
Polson, ekkja Ágústs G. Polson, á heim-
ili sínu í Winnipeg, níræð að aldri.
Fluttist með móður sinni og systkinum
til Nýja íslands í stóra hópnum 1876,
og tveim árum síðar til Winnipeg. Um
tuttugu ára skeið búsett að Gimli, en
síðan 1919 í Winnipeg. Tók mikinn þátt
í íslenzkum félagsmálum.
4. Sigurbjörn (Barney) Finnson, á
sjúkrahúsi í Winnipeg. Fæddur á Litla-
Bakka í Hróarstungu í Norður-Múla-
sýslu 22. febr. 1872. Foreldrar: Þorfinnur
Jónsson og Sigríður Pétursdóttir. Kom
vestur um haf 18 ára gamall. Meðal
fyrstu íslendinga, er brautskráðust af
Wesley College í Winnipeg. Áratugum
saman auglýsingastjóri íslenzku prent-
smiðjanna í Winnipeg.
4. Christiana Bjarnason Jackson, ekkja
Guðjóns Jackson, í Grand Forks, N. Dak.
Fædd að Gardar, N. Dakota 22. marz
1892. Fyrr á árum barnaskólakennari í
Pembina-héraði, en búsett í Grand
Forks síðan 1923.
10. Séra Rúnólfur Marteinsson, á
sjúkrahúsi í Brandon, Man. Fæddur 26.
nóv. 1870 að Gilsárteigi í Eiðaþinghá í
Suður-Múlasýslu. Foreldrar: Marteinn
Jónsson að Kelduhólum á Völlum, í sömu
sýslu, og Guðrún Jónsdóttir Bergsson-
ar, prests að Hofi í Álftafirði. Fluttist
ellefu ára gamall vestur um haf til
Kanada með fjölskyldu sinni. Forystu-
maður í kirkju- og skólamálum Vestur-
íslendinga.
10. Kristín Jóhannson, kona Jóhanns
Jóhannson, frá Gimli, á sjúkrahúsi i
Winnipeg, 49 ára gömul.
12. Mrs. Laura Bjarnason, að heimili
sínu í Winnipeg. Fædd í Tantallon, Sas-
katchewan, en hafði búið í Winnipeg i
40 ár.
13. Halldór Metúsalemsson Swan verk-
smiðjueigandi, á sjúkrahúsi í Winnipeg,
76 ára að aldri. Fæddur að Burstarfelli i
Vopnafirði, en hafði átti heima í ára-
tugi í Winnipeg. Söngmaður og íþrótta-
maður, boglistarmaður mikill og stofn-
aði Winnipeg Archery Club.
21. Jónína Ingibjörg Snorradóttir SiS"
urðsson, kona Halldórs Sigurðssonar
byggingarmeistara, á heimili sínu _ 1
Seattle, Wash. Fædd 29. maí 1876 á Myr-;
um í Mýrasýslu. Árum saman búsett i
Seattle.
23. Eiríkur J. Scheving, frá Lundar,
Man., á Almenna sjúkrahúsinu í Winni'
peg. Fæddur á Hólalandi í Borgarfirði i
Norður-Múlasýslu 11. nóv. 1874. Foreldr-
ar: Jón Einarsson og Guðný Eiríksdott-
ir. Kom vestur um haf til Kauada I80J.
Listrænn maður og frábærilega agur,
þótt blindur væri.
25. Páll Andrés Anderson, á heimd’
sínu í Glenboro, Man. Fæddur á Siguro-
arstöðum í Bárðardal 9. maí 1881. For-
eldrar: Andrés Andrésson og Vigdi
Friðriksdóttir. Fluttist með þeim af Ib'
landi í Argyle-byggð 1887. Hugvits- °8
hagleiksmaður mikill.
27. Einar Páll Jónsson ritstjóri oS
skáld, að heimili sínu í Winnipeg. Fæda-
ur 11. ágúst 1880 að Háreksstöðum
Jökuldal í Norður-Múlasýslu. Foreldra -
Jón Benjamínsson og Anna Jónsdott ,
síðari kona hans. Kom til Vesturheim-
1913. Ritstjóri Lögbergs um 40 ara ske
og kom með mörgum hætti við feiag
málasögu Vestur-íslendinga.